Skírnir - 01.01.1884, Síða 168
170
EGIPTALAND.
tilsjónarmönnum Englendinga hefir fatlazt sjálfum um flesta
hluti, og þeir hafa engu tauti getað komið við skjólstæðinga
sína. Egiptar hafa nú mátt sanna danskan orðshátt. ..það er
ekki fyrir smælingjana að eta kirsiber roeð stórmenninu, þeir
kunna að fá steinana í augu sjer.“ Fólkið hefir ekki orðið
sælla fyrir tilsjá og tilhlutan stórveldanna. Egiptar eru ekki að
eins forræðislausir á iandi sínu, en þeim liggur við húsgang,
sem menn kalla. Fólkið hefir af miklu átt straum að standa:
óhófi khedifanna og skuldum, tilsjónarkostnaði stórveldanna,
dómendum Evrópuríkja, en þoia þar að auki kúgun embættis-
manna og fjeflettingar. þegar hjer við bætast öll bótagjöldin
eptir uppreisn Arabí pasja, er hægt að sjá, við hver kjör Egiptar
eiga að búa. Bótagjöldin þeim til handa, sem höfðu beðið
tjón í uppreisninni — við brennuna og ránin í Alexandríu og
annan óskunda á ymsum stöðum — mat skaðamatsnefndin
til 63,190,531 franka. Af þvi fje hlutu egipzkir menn 14‘/3
mill. Hvað stórveldin finna Egiptum til úrræða, er bágt að
vita, en bregðist þeim vizka eða vilji, er við þroti búið.
Annar höfuðvandinn hefir Egiptajarli og Englendingum
staðið af þeirri uppreisn í Súdan — landeign Egipta á því
landaflæmi norðanverðu —, sem sá maður stendur fyrir, er
Achmed Mohammed heitir. Hann kallar sig „Mahdí“, þ. e.
spámaður eða erindreki Guðs, eða þó rjettara og nákvæmara,
fyrirrennari spámannsins mikla, sem á, eptir fyrirheitum
„kóransins“, að endurbirtast í þessum heimi og snúa öllu
mannkyni til rjettrar trúar og búa það svo undir heimsslitin.
Menn vita ekki mart um ætt hans eða uppruna, en af Arabakyni
er hann, og segist eiga kyn að reka til Múhameds spámanns.
Mönnum var lengi lítið um hann annað kunnugt, enn að hann
hafðist lengi við sem einsetumaður og stundaði helg fræði
Múhameðsmanna. 1881 tók hann sjálfur spámannsnafnið, en
þá hafði um hann flykkzt margar sveitir þeirra manna, sem
bæði kvörtuðu undan egipzkum og tyrkneskum embættismönnum,
íjekúgun þeirra og öllum illum brögðum, og þó sjerílagi yfir
því, er þeir að boði Englendinga heptu þrælaeign og þrælasölu
— aðal gróða- og bjargræðisveg manna þar syðra. Mahdíinn