Skírnir - 01.08.1907, Blaðsíða 3
Stephán Gr. Stephansson.
19&
yrkju og griparækt, á sléttlendinu, þar sem moldin er
frjóvsöm og kornstöngin svignar undir þunga sínum.
Stephan kveður um sléttuna á þessa leið:
»Upp úr kvikri kjarnamold
kornstangirnar spretta;
leið ertu samt flata fold,
fyiuleg þú slétta«,
Honum þykir landið ljótt, en þó björgulegt. Hann elskar
ekki landið, en 1 a n d r ý m i ð er honum kært:
»Og heill þér vestræn óbygð, þú láðið lífs og bjargar!
með landrymið þitt stóra, sem rúmar vonir margar«.
En hann bætir þessu við:
»Því að án þín framar væri hvergi vígi
og vesturheimska frelsið bara gömul 1 v g i«.
Auðvitað dagsanna! Vonirnar geta leikið sér í því landi,
sem er ónumið víðsvegar. En þegar þéttbýlið kemur til
sögunnar, þá fer svo, að
»þriðjungur af mönnum er bara troðinn undir«.
Þeir menn, sem afbrigðilegir eru að eðlisfari, koma
sér vanalega eigi saman við nágranna sína. Islendingar
hafa verið auðugir af þess háttar mönnum, sem örðugt
eiga með að koma sér saman. Viða er svo langt í milli
bæja í dölunum okkar, að millileiðin er viðlíka löng eins og
þvermál stórrar borgar erlendis. Og þó er nágrannaríg-
urinn sí-vakandi á báða bóga. Stundum er smámunasemin
völd að þessari misklíð. En oft og tiðum er a r n a r-
eðlinu um að kenna. Vér erum komnir af víkingum,
sem voru svo stórbrotnir í skapi og svo ráðríkir, að þeir
þoldu enga mótstöðu. Þeir námu landið svo vítt, sem
vötn féllu til fjarðarins, sem þeir sigldu inn í. —
Erninum er svo farið, að hann er jafnan einn sér,
þar sem hann flýgur. Og til þess veit eg engin dæmi,
að tvenn hjón búi í sama bjarglendi. Væri örninn gædd-
ur máli og skáldgáfu, mundi hann kveða lof óbygðinni