Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1907, Page 36

Skírnir - 01.08.1907, Page 36
128 Jafnaðarstefnan. eignir útflytjenda orðalaust gerðar upptækar, ríkisbanki stofnaður með einkaleyfi til vaxtalausra lánveitinga, verk- smiðjur, landbúnaður og önnur framleiðslufyrirtæki lögð í hendur rikisins. Almenn vinnuskylda í lög leidd. Börn upp alin á almennings kostnað o. m. fl. Avarpið endaði á þessum orðum: »öreigar um heim allan! sameinið yð- ur og berjist sem einn maður fyrir þessu markmiði«. Karl Marx bar þó eigi gæfu til að skera upp herör meðal verkamanna til baráttu fyrir þessu markmiði. All- langur tími leið áður en tókst að vekja áhuga verka- manna alment á félagsskap, og það voru aðrir en hann, er mestan hlut áttu að því. Þó gerði hann tilraun til að stofna alþjóðafélagsskap með verkamönnum árið 1862, með- an stóð á heimssýningunni i Lundúnum. Nokkrir enskir, frakkneskir og þýzkir verkamenn gerðu þá félagsskap með sér fyrir tilstilli hans. Síðar bættust við suðrænir verkamenn. Félagið var skírt Internationale, þ. e. Alþjóðafélagið. En það varð ekki langlíft. Fjórir árs- fundir voru haldnir: í Genf 1866, í Lausanne 1867, í Briissel 1868 og í Basel 1869. Á þessum fundum gátu fulltrúarnir ekki koinið sér saman. Meiri hlutinn hallað ist þó að kenningum Marx, en nokkrir voru óánægðir. Það notaði rússneski stjórnleysinginn Bakunin sér, sprengdi félagið og kom upp nýju félagi samnefndu 1868, fyrir fulltingi spænskra og ítalskra verkamanna, sem fara vildu frekara í allar sakir, hugsuðu sér gatnavíg með bylting- um o. s. frv. Þetta olli því, að gamla Internationale varð miklu veigaminna, og árið 1872 er aðalbækistöð þess flutt til New-York. Þar með lognast Internationale út af. Þeir, sem heiðurinn eiga fyrir stofnun varanlegs verkmannafélagsskapar í þeim skorðum, sem enn standa og blómgast betur ár frá ári — eru Þjóðverjarnir F e r- dinand Lassalle, Liebhneckt og Bebel. Lassalle1) var lítill fræðimaður. Vísindavit sitt sótti hann að mestu leyti i Ricardó, hinn nafnkunna þjóðmeg- J) Georg Brandes hrfir ritað um hann stóra hók og er fullur aðdá- unar að mikilmensku Lassalles.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.