Skírnir - 01.08.1907, Blaðsíða 24
216
Jafnaðarstefnan.
afkvæmi sainan, því að öll líkindi væru til, að það barm
yrði afburðamaður. Sagan segir, að Md. Stael hafi geng-
ið að þessu, en lítið kveðið að afkvæmi þeirra.
Saint-Simon ræðst aðallega á erfðaréttinn. Arfgenga
einkaeign telur 'hann djöfulsins verk og uppruna allrar
ógæfu þjóðanna inn á við. Þann erkifjanda verði að reka
af höndum sér sem allra fyrst. Hvernig á að losna við
hann? S-S. svarar: Ríkið á að erfa allar eignir manna
eftir þeirra dag. Með því móti vinnur liver maður í lif-
anda lífi gagn ekki einungis sjálfum sér, heldur og með-
bræðrum sínum, o: þjóðfélaginu í heild sinni. En þegar
á þessa vísu loku er skotið fyrir, að auður safnist á fárra
manna hendur, en örbirgðin Jeridi á fjöldanum, hyggur
S-S., að mannamunurinn hverfi, og samræmi (harmoni)
skapist milli mannanna. Samræmið hafi aldrei fullkomið
verið; þrælahald í fornöld olli þá ósamræmi; —- verk-
mannahald með sveltilaunum skapar sama ósamræmið á
vorum dögum.
Eftir dauða Saint-Simons hófu tveir helztu lærisvein-
ar hans fiokk, er halda átti á lofti kenningum Saint-
Simons. Það voru þeir Barand og Enfantin. Stefnuskrá
flokksins gera þeir grein fyrir í bréfi til lögþingis Frakka
á þessa leið: Vér Saint-Simonistar krefjumst þess, að
fæðingareinkaréttindi öll verði úr lögum numin — og þá
auðvitað fyrst og fremst hið helzta þeirra: e r f ð a r é 11-
u r e i n s t a k 1 i n g a n n a. Þessi réttur veldur þvi, að
þjóðfélagsgæðin falla í skaut mönnum eftir tilviljun eimii;
þessi réttur fjötrar meiri hluta mannkynsins í eymd, löst-
um og fávizku. Markmið vort er, að fá komið við öll-
um hjálpartækjum bæði við landvinnu og sjávar, sem nú
eru í höndum einstakra manna, er fengið hafa þau að
erfðum — fá þeim komið í allsherjarsjóð. Stjórn öll skaL
því næst falin fáum mönnum. Stjórnendur skulu sjá
svo um, að hver maður fái að vinna að því, er hæfi-
leikar hans benda til og hljóti þau laun af vinnu
sinni, er honum ber. Árið 1830 gerðu Saint-Simonistar
tilraun til að koma þessari stefnuskrá í verklega fram-