Skírnir - 01.08.1907, Blaðsíða 7
Stephan G. Stephansson
199
En ef svo er, að Stephani þykir sér eigi sæma að
Yökva varir sínar í gælum, eða ef hann hefir tekið fyrir
sig að vera þurrmyntur í skáldskap — hvort heldur sem
er, þá hefir honum þó ekki tekist að dvlja sig alveg.
Fáein eftirmæli, sem sést hafa eftir hann, bera þess ljósan
vott, að heitt er í lindunum, sem spretta upp i íslenzku
nýlendunni vestur við Klettafjöllin.
Erfiljóð um unga konu:
Og það var um sumar, er sofnuð var hríð,
en sólskinið vakti yfir gróðri,
að þú hafðir unnið það örðuga stríð,
sem endar í hvíldinni góðri,
að dauðinn við sársaukann samdi þór frið
með síðustu lijálpina : leiðið.
Og himinn og jörð tók þór vinlega við
í vorfaðm sinn, ljósið og heiðið.
Við vitum frá gröf snyr ei hugur neins hress,
sem hjarttolginn ástvin sinn grefur,
þó tjónið sé okkar, en alls ekki þess,
sem óhultur hvílist og sefur;
þó tár vor og ár geri hórveru hans
í hug vorum Ijúfari og skýrri,
fyrst helft vorrar sálar er : minningar manns
og margoft sú göfugri og dyrri.
■Og þegar í seinustu samferð er lagt
við söknuð, er nátengdin stríðir,
við þegjum að vísu — hvað verður þá sagtf
við vitum hvað gangau sú þýðir.
Við þekkjum hvað svíður, hve sverfur að dug
það sár er af missinum stafar,
það finst eins og beri meuu hjarta og hug
og hamingju sína til grafar.
Þó oft verði harmur sá huggunarseinn,
býr hrygðin sjálf nú yfir launum.
Hver sköruleg konusál elskar þaun einn,
sem upp gaf ei vörn fyrir raununt.