Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1907, Page 59

Skírnir - 01.08.1907, Page 59
Alexander Petöfi. 251 rnenn þegar stórhrifnir af kvæðunum háir sem lágir; menn fundu að hér var í ljós kominn auður, sem menn ntt höfðu og ekki af vitað, að þetta var hinn rétti þjóð- legi skáldskapur og að hér var sá kominn til sögunnar, sem vakið hafði Þyrnirósu ungversks skáldskapar af dá- inu og leyst hana úr álögum, og óðara ruddi sú skoðun sér til rúms, að Petöfi væri rnestur allra ungverskra skálda, •og hvarvetna voru ljóð hans lesin og sungin og á hvers manns munni. Og að því er ytri kjör snerti, var honum nú fullborgið, þar sem hann á svipstundu hafði náð svo miklu áliti og gat haft góða afkomu sem rithöfundur. Sættist hann, er hér var komið, heilum sáttum við föður sinn og styrkti drengilega foreldra sína í fátækt. þeirra. 1846 kyntist hann Júlíu Szendrý, ungri stúlku afbragðs fríðri, dóttur auðugs ármanns á aðallegu höfuð- bóli; feldi hann brennandi ástarhug til hennar og hún til hans og vildu þau eigast, en faðirinn stóð í móti; þótti Petöfi helzt til fátækur og ekki nógu mikils háttar handa dóttur sinni; áttust þau svo að honum nauðugum. Undi nú Petöfi hag sínum hið bezta; hann var kvæntur yndis- legri konu og á fyrsta ári fæddist honum sonur, sem hann lét heita S á n d o r. Kona hans var og prýðilega gáfuð og skáldmælt og hefir hún ritað ýmislegt. En þessi heimilislega friðarsæla og sólskin var samt fljótt úti, því hú kom stjórnbyltingaárið 1848 og frelsið fór »sem morg- unblær um löndin«, en Petöfi var hinn áhugamesti ætt- jarðarvinur og frelsisvinur svo eldheitur, að hann segir um sjálfan sig: Fyrir astina lífið mitt arma Eg óhikað fram mundi leggja, En fyrir frelsið eina Eg fús léti nvorutveggja. •stund og fanst mikið til, og eftir því meira og meira sem Petöfi las lengur, ög svo1 kom, að hann varð gagnhrifinn og vöknaði um augu; loksins spratt hann upp úr. sæti sínu, faðmaði Petöfi að sér og sagði : „Þér eruð það hezta ljóðskáld, sem Ungverjaland nokkurntima hefir átt“. — Fyrir kvæðin fekk Petöfi 75 flórinur að ritiaúnum, — ekki "beysin upphæð, en á því reið honum lifið, að hann fengi hana eins og þá var ástatt fyrir honum, þar sem hann var hungraður og a’.lslaus.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.