Skírnir - 01.08.1907, Blaðsíða 81
Ritdómar.
273
um Ijóöum. Það mátti því búast við að að því kæmi, að slík bók
yrði gefin út á íslenzku. En ekki gildir það einu, hver velur.
Mag. Guðm. Finnbogason var manna færastur til aS leysa það verk
af hendi. Yalið ber það ljóslega með sér, að það er ekki gert af
handahófi. Víðast mun þaö haft fyrir augum, að erindi þau, sem
unglingarnir læra, verði þeim umhugsunarefni á þroskaaldri og
leiði síðar athygli þeirra að ýmsum gácum lífsins. Með þaö fyrir
augum er það með ráði gert, að setja ymsar harla ólíkar lífsskoð-
anir, sem koma fram í stökum skáldanna, hverja við hliðina á ann-
ari. Um það má lengi þrátta, hversu mikið gagn só að þessu, en
í mínum augum gerir það bókina mun eigulegri, heldur en ef þar
stæði eintómt léttmeti. Og sá sem kann öll þau erindi sem í bók
þessari standa, eða meiri hluta þeirra, hefir margt í huga á ein-
verustuudum sínum. En sumstaðar finst mér þó safnandinn seilast
helzti langt út í forneskju, t d. þar sem hann tekur torskilin
erindi úr Hávamálum, Darraðarljóðum eða öðrum fornkvæðum, eða
erindi, þótt yngri séu, sem ekki geta talist unglinga meðfæri (t. d.
sumt eftir B. Th.) Eg er því hræddur um, að mörgum finnist all-
mörg erindi í bókinni full-strembin. Þó hefir þessi bók orðið fyrir
ómaklegum og óréttmætum dómum í sumum blöðum, sem sjálfsagt
er að mótmæla — en líka verið oflofuð. Meðalhófið er vandratað.
Hún e r engin Ijóðasýnisbók og engin »bókmenta viðbót« heldur.
Myndasaín (album) er ekki bók, þótt það líkist bók í laginu.
Þessi bók er ekki annað en myndabók mismunandi lífsskoðana,
fornra og n/rra, í Ijóðum, — a 1 1 r a íslenzkra.. Kostir hennar
eru í því fólgnir hvernig »myndirnar« eru valdar og hvernig þeim
er raðað.
Ytri frágangur er ágætur og bókin seld í fallegu baudi. Fram-
an á bindinu er gullin mynd af íslenzku langspili og er nafn bók-
arinnar dregið á strengina. Hún er snotur tækifærdsgjöf haada
unglingum. Q. M.
* *
*
HERRMANN, PAUL: Island in vergangenheit und gegenwart. Reise-
erinnerungen. I—II. Leipzig. Engelmann. 1907.
Sumarið 1904 fengu Islendingar góðan gest, er vísindamaður-
inn dr. Paul Herrmann, prófessor, frá Torgau á Þískalandi, kom
hingað. Hann var áður kunnur firir ágæt rit um þíska og nor-
ræna goðafræði og um Saxa hinn danska, og kom nú hingað til
18