Skírnir - 01.08.1907, Blaðsíða 17
Stephan Gr. Stephansson.
209
Og aukin er harpan vor norðlenzka á ny,
en nú liggja strengirnir vestur.
Og þinn söng um mannkomu óbygðir í s
og íslenzkar héraðafestur.
Og þú ristir ljóðstaf á akur og eik
með yfirbragð þjóðlífs og foldar,
og kveðandi vígðir þú lyðmót og leik
og landnemann söngst þú til moldar.
Ef hlyviðri fólst þór, að hending varð það,
og hríðin á sumardag fyrsta —
en sneyðir finst nágrenni orðinn þér að
og autt vera skarð sinna lista ;
því um það er sveitin, sem ber nú þín bein
í barmi sér, ljósust til vitna :
hún gull-fáði nafnið þitt, gróf það á stain
til geymslu yfir strenginn þinn slitna.
Eg sá eftir Sigurbirni þegar hann fór af landi burt,
fimtugur maður — þessi orðlagði alþýðu-skáldi og orð-
hepni hagyrðingur, sem altaf var fátækur, og ölvaður á
hverju mannamóti, en allra manna orðhepnastur í sam-
ræðu og varð aldrei orðfall, þegar stuðlarnir voru á lofti
og hendingarnar. — En eg sé ekki eftir því nú, að hann
fór; því að hér heima var enginn sá maður til, sem orkt
hefði eftir hann þvílíka gersemi sem þetta kvæði er. Og
er Sigurbirni vorkunnarlaust að eira í gröf sinni undir
svo veglegum minnisvarða og ágætum.
(Frh.)
14