Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1907, Blaðsíða 12

Skírnir - 01.08.1907, Blaðsíða 12
204 Stephan Gr. Stephansson. Kvæði Stephans eru þann veg gerð, flestöll, að lesa- verður þau margsinnis, til þess að skilin verði, og hafa verður sá maður góða greind, sem hefir þeirra not. Eg hefi lesið þau tíu sinnum — tuttugu sinnum og alt af fundið nýjar og djúpar hugsanir. Kvæði hans eru eins og gullnáma, sem leita verður og grafa í eftir fénu. Stundum eru frosin jarðlög ofan á gullinu og stundum er þar laus sandur, en gullið hans liggur ör-sjaldan ofan jarðar og oftast nær er erfitt að komast að því. Og því er betur, að sum skáld eru auðskilin og að- gönguljúf. Ef öll skáld væru því lík, sem Ibsen og Stephan, og torskilin á likan hátt, þá væri ljóta erfiðið að lesa þau niður i kjölinn. En hitt er gott, að hafa þung- skildu skáldin með hinum. Fjölbreytnin er góð í þeirn efnum svo sem öðrum. Og tungan okkar rúmar ólíkustu höfunda í landi sínu — Pál Ólafsson og Giuðmund Guð- mundsson, sem yrkja laufléttan skáldskap og auðveldanr og Bjarna Thórarensen og Stephan G. Stephansson, sem kveða þungt og torskilið. I skáldskap þessara manna eru mestar a-ndstæður að því er búninginn snertir. Og allir eiga þeir vini um land alt og beggja megin hafsins. Vinirnir þeirra eru sannir Islendingar. Og þó eru þeir svo ólíkir eins og heiðríkju- nótt er ólík sólskinsdegi. III. Eg hefi verið móthverfur Vesturheimsferðum frá blautu barnsbeini. Reyndar hefi eg alt af séð það í hendi minni, að þar er betra að bjargast heldur en hér. Eg veit, að einstaklingarnir græða fé á umskiftunum. En eg hefi haft þá skoðun, að þjóðfélagið misti við útflutninginn f é og a f 1. Hér er nú ekki staður né stund til að rök- ræða þetta mál. En ein viðbót hefir komið í seinni tíð í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.