Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1907, Page 4

Skírnir - 01.08.1907, Page 4
196 Stephan Gr. Stephansson. og kalla hana »láðið lífs og bjargar«, og hann mundí bæta hinu við: að svigrúm lífsins væri þröngt í borgunum. Það er ekki sökum blindrar tilviljunar, að Stephan skáldmæringur gerist landnemi í óbygðinni. örninn frá frá íslenzku óbygðunum hefir ekki eðlishvöt til annars en þess að fljúga vestur yfir »fýlulegu sléttuna«. Þrá hans knýr hann áfram, vestur að Klettafjöllunum. Þaðan horfir hann yfir »sléttueldinn«. Þar situr hann »út við vatnið« og horfir »í hljómi brimsins gegn um rökkur tíÖa«. En örðugt er þetta líf og baráttan hörð og látlaus fyrir lífinu. Stephan hefir orðið að vinna öll verk og berja allan þann gadd, sem lífið brasar á götu einyrkjans, og mölva allar bergtegundir, sem storknað hafa í einstigi »einliðans«. Hann kveður um örðugleikana á þennan hátt: »Lengi var eg læknir minn, lögfræðingur, prestur, smiður,* kongur, kennarinn, kerra, plógur, hestur«. Þetta er alls enginn hillingaskáldskapur. Þessi maður stendur nú ekki við hafið né horfir dreymandi i blárökkur- móðu hugstola breytingagirni. Þó er skáldskapur í vis- unni — járnkaldur raunveruskáldskapur, málverk skýrt og skorinort. Þarna er æfisaga manns í fjórum línum og sýnd meðferðin, sem skáldin okkar sum verða að sætta sig við á lífsleiðinni. Síst er að undra, þó að maðurinn sé orðinn fyrir undanláti innan við fimtugt, þegar svo margar nornir lyfja einum manni elli. Stephan kvartar ekki né barmar sér. En hann veit þó að meðferðin er ill: »Láta árin á mór sjá elli-gára, brotin : greiði eg hárin grá og fá grettur um brár og lotinn«.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.