Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1907, Page 15

Skírnir - 01.08.1907, Page 15
Stephan GL Stephansson. 207 Dæmin eru og deginum ljósari, að því er skáldin snertir. Þau þeirra, sem eru bundin harðri vinnu, eru þunglama- legri en hin, sem aldrei snerta á verki. Páll Olafsson og Guðmundur Guðmundsson hafa víst ekki unnið slitverk um dagana. Þeir eru eins og höfrungar í sjó, léttir og síkvikir í formi og rími. En Hjálmar og Stephan eru þunglamalegri — af því að þeir voru sívinnandi og beygðir af lúa. Stephan veit þetta alt saman. Það sést í kvæðum hans á víð og dreif. Hann þekkir kjör alþýðuskáldsins íslenzka og svo er að sjá á orðum hans, að kjör þeirra vestan við hafið séu litlum mun betri, heldur en hinna, sem sveitföst eru austan við álinn. Hitt er annað mál, að skáldið ann gáfu sinni, enda þótt hún sé í álögurn. Fornaldarhetjurnar trúðu að hálfu leyti á dvergasmíðarnar, sem álögin fylgdu og ummælin þau, að þær skyldu verða sjálfum eigendunum að bana og þrjú níðingsverk unnin með þeim alls. Og Stepháni kippir í kynið það. Hann segir um skáldgáfu sína, að hann vilji ekki láta hana lausa við barn sitt: »Hönd mín lætur til þín treg Tyrfing ljóða minna. Mór var góður gripur sá, gefa vil þó neinum: Houum liggja álög á — eign hans veldur meinum«. Sú hugsun hefir þó yfirhöndina, að gripurinn sé góð- ur. Hann hefir kveðið fádæma vel eftir eitt alþýðuskáldið okkar og samsýslung, sem fluttist á efra aldri vestur á Furðustrandir og dó þar, en lifði jafnan við fátækt og naut þó góðvildar landa sinna vestur frá. Sá maður var Sigurbjörn Jóhannsson: En var það ei lán gegn um andstreymið alt, svo Örugt á hending að fleytast? og varð hún ei ylur þá annað var kalt og örfun er tókstu að þreytast ?

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.