Skírnir - 01.08.1907, Blaðsíða 40
232
Jafnaðarstefnan.
4) Allar nauðsynjavörur, sem framleiddiar eru meA
sameiginlegri vinnu, skulu vera þjóðareign.
A leiðinni að þessu markmiði eru allir jafnaðarmenn
á vorum dögum. En í daglegum stjórnmálaafskifum hafa
þeir hentugleikastefnuna. Þeir þiggja litið heldur en ekki
neitt, — fara fót fyrir fót heldur en að standa í stað.
Þeir reyna að nota þingræðið til að bæta þjóðfélagskjör
verkmanna með lögum — og verkmannafélög til að bæta
efnaliaginn, en þau hafa risið upp í hverri atvinnugrein
og keppa að því að fá hærra kaup, styttri vinnutima og
rnargt fleira.
Á 11 a stunda vinnu, á 11 a stunda tóm frá vinnu,.
á 11 a stunda hvíld telja jafnaðarmenn hina einu réttu,
skifting sólarhringsins. Þessi orð hafa þeii rist á sinn
rauða fána og veifa honum hátt fyrsta dag maímánaðar
ár hvert í öllum löndum. Þann dag safna þeir liði og fara
í skrúðgöngu um stræti stórborganna »með básúnuhljóro
og bumbuslætti«. Þá getur að líta herjans fylking skipa
sér undir merki jafnaðarmanna, unga og gamla, konur og
karla. Þótt eigi sé farið til stærri borgar en Kaupmanna-
hafnar, þá er það mikilfengleg og fróðleg sjón, að sjá þá
miklu mergð, sem þrammar eftir strætum borgarinnar
þann dag. Þar getur að líta tvent og þrent ólíkt og fleira
þó: aldraða vinnujálka bogna i baki eftir sífelt strit langa.
æfi með kúgun og kvöl skínandi út úr sljóu augnaráði
og hrukkóttum andlitum. Þrekvaxna menn í blóma ald-
urs síns, með stælta vöðva, fulla af vígamóð og með
þrjózkubrag í liverju viðviki. Þá má og sjá kyrkingsleg-
ar konur, gráar í gegn, magrar og kiknaðar af líkamlegrí
og andlegri þrælkun og vosbúð, og hins vegar rjóðar blóma-
rósir, spriklandi af æskufjöri og kjarki. Mörg hundruð-
fánar með eggjunarorðum, kjarnyrðum og mótmælum
gegn kúguninni blakta yfir þessum óvíga her. Sama
gremjan út af þröngum kjörum og kúgun, sama löngun-
in til að brjóta af sér kúgunina og komast inn á sólar-
land frjálsræðis og velmegunar fylla brjóst alls þessa sægs-
leynt eða ljóst, tengja allar þessar mörgu þúsundir sam-