Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1907, Page 34

Skírnir - 01.08.1907, Page 34
126 J afnaðárstef nan. jum verkamaiini, án þess verkamanninum komi eyrisvirðí fyrir. Hvað er féfletting, ef ekki þetta? En hvers vegna láta verkamenn þetta við gangast? Þeir eru tilneyddir, sökum þess, að þeir eiga engin efnir vinnuvélar, verkfæri eða hús, sem nauðsynleg eru til allr- ar íramleiðslu, og ekki heldur viðurværi til að halda sér uppi meðan á framleiðslunni sendur. Þessum kenningum Karls Marx um verðlögmálið og féfletting á verkamönnum heflr verið fundið sitt af hverju til foráttu; en eg ætla ekki að fara út í þá sálma- Ætlun mín var aldrei að fara að rífa niður kenningar jafnaðarmanna, heldur að eins að segja óhlutdrægt frá þeim. Þessi tvö nýmæli eru ekki heldur þungamiðjan í kenningum Karls Marx. Þau voru aðallega til þess ætl- uð, að sýna verkamönnum, hve miklum rangindum þeir væru beittir og áttu að vera hvatning á þá til að heíjast handa og hrófla eitthvað við einkaeigninni og hennar fé- lagsskipun, svo að dagar hennar yrðu enn færri en ella. Karl Marx er svo sem ekki í neinum vafa um, að þjóð- félagsundirstöðu-skipun sú, er hæflr eigineign, mun hrynja með öllu í bráðri framtíð. Það hljóti svo að fara sam- kvæmt framþróunarlögum náttúrunnar. I stað gamla hreysisins rísi þá upp vegleg þjóðfélagshöll, reist á sam- eignar undirstöðu, þ. e. þ j ó ð f é 1 a g i ð s j á 1 f t v e r ð- ur eigandi allra framleiðslutækja. I þessu er mesta nýmælið fólgið. Karl Marx þykist ekki vera með neinar skýjaborgir eða draumóra, heldur telur hann sig sanna það svart á hvítu, að í þessa átt stefni framþróunin. Sjáum vér eigi í daglegu lifl, segir hann, að öll framleiðsla svarar betur kostnaði, ef hún er rekin í stórum stíl en smáum ? Stærri stíll = meiri arður. Smátt og smátt verður því framleiðslan öll rekin í stærri og stærri stíl, unz hún loks lendir í höndum þess aðila, er getur rekið hana í stærstum stíl o: í höndum sjálfs þjóðfélagsins. Karl Marx bendir svo á, sinu máli til sönnunar, hvernig stórir atvinnurekendur bola hinum smærri burtu. Iðnaðarmenn og smákaupmenn kafna í

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.