Skírnir - 01.08.1907, Blaðsíða 48
240 Hví hefir þú yfirgefið mig.
svo hann fór að verja trúarbrögðin, eftir föngum, fyrir
Jóni.
Grímur gekk þegjandi á undan. Hann tók stundum
spretti og gekk þá svo hart, að mikið dró í sundur; en
stundum gekk hann löturhægt. Annað slagið var hann
auðsjáanlega að hugsa um að gefa orð í samræðu þeirra
Þórðar og Jóns; en þeirri hugsun virtist hann sleppa jafn-
harðan aftur.
Gagnfræðingurinn var hár maður, ljóshærður, grann-
vaxinn, álútur og veiklulegur og hóstaði við er hann tal-
aði lengi. Hann var magur og hvitur í andliti, greindar-
legur og yfirbragðið góðmannlegt. Hann talaði hitalaust
og þó af áhuga.
»Hinn sögulegi grundvöllur kristindómsins er aðal-
lega nýja testamentið og sérstaklega guðspjöllin«, sagði
hann er þeir höfðu talað nokkra stund. »Og þau eru
ósamkvæm innbyrðis; enginn veit hvenær þau eru skrifuð,
og svo að segja engum kemur saman um hvernig á að
skilja þau. Taktu guðspjöll þeirra Matteusar og Lúkasar
og lestu ættartölu Krists. Guðspjöllin tala um Krist sem
afkomanda Davíðs og að öllum likum eru ættartölurnar
ritaðar til að sanna að svo hafi verið. Bæði guðspjöllin
rekja ættina til Jóseps, og þó er hann ekki faðir Krists
— eftir því, sem guðfræðin segir — beldur guð. Báðar
ættartölurnar eiga náttúrlega að vera innblásnar af guði
og þó ber þeim, í mörgu, alls ekki sainan. Hvernig á
nú að koma öllu þessu heim? — Eg tek þetta til dæmis,
af þvi að það stingur svo fljótt í augun; en það er hægt
að finna nóg önnur dæmi um mótsagnir og ósamræmi í
guðspjöllunum. — Um Krist og kenningar hans voru til
ýmsar ritaðar frásagnir, strax á fyrstu öld og jafnvel á
dögum postulanna. Þessar frásagnir gengu gegnum
margar rithendur, þekkingarlítilla og hjátrúarfullra manna,
því þá var prentlistin ekki fundin. Strax á dögum post-
ulanna bryddi á mismunandi skilningi á Kristi og kenn-
ingum hans, og sá mismunur óx er tímar liðu og olli
mikilli baráttu milli trúflokkanna. Á þeim dögum var
það almenn trú, að tilgangurinn helgaði meðalið og ósak-