Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1907, Blaðsíða 22

Skírnir - 01.08.1907, Blaðsíða 22
214 J afnaðarstefnan. ríki, Hestöll með sameignarmarki, en þau eru að öllu leyti miklu ómerkilegri en Útopía og Ríkið. Eg nefni að eins eina bók þess kyns, sem mörgum Islendingum mun kunnug, eftir Ameríkumanninn Edward Bellamy og heitir Looking baekwards (þýdd á dönsku: Aar 2000—1889), létt og skemtilega rituð. Nú víkur sögunni til Frakklands. Þar í landi hafa nýjar hugmyndir og hreyflngar alla jafna átt vísastan griðastað. Um miðja 18. öld var þar uppi maður, er margir telja merkastan í forfeðrasveit jafnaðarstefnunnar. Það er Jean Jaques Eousseau, heimspekingurinn mikli (f. 1712, d. 1778). Árið 1753 gefur hann út rit eitt: L’origine de l’inegalité parmi les hommes, þýðir á ís- lenzku Uppruni mannamunarins. Með öllu æskunnar afli og fjöri, með sárbeittum vopnum rökleiðslu og andagiftar vegur Rousseau í riti þessu að einkaeign- inni. Hún er hið eilífa átumein þjóðlíkamans, sem gerir allan mannamuninn. I árdaga voru allir menn jafn rétt- háir, segir Rousseau, munurinn í lifnaðarháttum, í eign- um, munurinn á siðgæðis og andans hæfileikum mannanna er af þeirra eigin toga spunninn. Einkaeignin er orsök- in;húner upphaf alls ills. Maður sá, er fyrstur tók upp á því að girða landbrot og mælti: Góðir hálsar, þetta land er mín eign, maðurinn, er tókst að flnna aðra menn, sem voru nógu einfaldir til að trúa honum — sá kump- ánn er hinn sanni höfundur borgaralegs félags. Óteljandi styrjöldum, óteljandi landspjöllum, óteljandi mannavígum og öðrum firnum mundi hafa afstýrt orðið, ef þá hefði risið upp einhver og þrumað í eyru félaga sinna: Góðir hálsar, varist að trúa þessum þorpara,. Glataðir eruð þér ef þér missið sjónar á því, að ávextir jarðarinnar eru allra eign, en sjálf er jörðin ekki eign nokkurs lifandi manns. Enn þá dýpra í árinni en Rousseau tekur þó annar frakkneskur rithöfundur, sem sé Proudhon, sem stjórnleys- ingjar (anarkistar) telja andlegan föður sinn. Proudhon spyr:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.