Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1907, Page 22

Skírnir - 01.08.1907, Page 22
214 J afnaðarstefnan. ríki, Hestöll með sameignarmarki, en þau eru að öllu leyti miklu ómerkilegri en Útopía og Ríkið. Eg nefni að eins eina bók þess kyns, sem mörgum Islendingum mun kunnug, eftir Ameríkumanninn Edward Bellamy og heitir Looking baekwards (þýdd á dönsku: Aar 2000—1889), létt og skemtilega rituð. Nú víkur sögunni til Frakklands. Þar í landi hafa nýjar hugmyndir og hreyflngar alla jafna átt vísastan griðastað. Um miðja 18. öld var þar uppi maður, er margir telja merkastan í forfeðrasveit jafnaðarstefnunnar. Það er Jean Jaques Eousseau, heimspekingurinn mikli (f. 1712, d. 1778). Árið 1753 gefur hann út rit eitt: L’origine de l’inegalité parmi les hommes, þýðir á ís- lenzku Uppruni mannamunarins. Með öllu æskunnar afli og fjöri, með sárbeittum vopnum rökleiðslu og andagiftar vegur Rousseau í riti þessu að einkaeign- inni. Hún er hið eilífa átumein þjóðlíkamans, sem gerir allan mannamuninn. I árdaga voru allir menn jafn rétt- háir, segir Rousseau, munurinn í lifnaðarháttum, í eign- um, munurinn á siðgæðis og andans hæfileikum mannanna er af þeirra eigin toga spunninn. Einkaeignin er orsök- in;húner upphaf alls ills. Maður sá, er fyrstur tók upp á því að girða landbrot og mælti: Góðir hálsar, þetta land er mín eign, maðurinn, er tókst að flnna aðra menn, sem voru nógu einfaldir til að trúa honum — sá kump- ánn er hinn sanni höfundur borgaralegs félags. Óteljandi styrjöldum, óteljandi landspjöllum, óteljandi mannavígum og öðrum firnum mundi hafa afstýrt orðið, ef þá hefði risið upp einhver og þrumað í eyru félaga sinna: Góðir hálsar, varist að trúa þessum þorpara,. Glataðir eruð þér ef þér missið sjónar á því, að ávextir jarðarinnar eru allra eign, en sjálf er jörðin ekki eign nokkurs lifandi manns. Enn þá dýpra í árinni en Rousseau tekur þó annar frakkneskur rithöfundur, sem sé Proudhon, sem stjórnleys- ingjar (anarkistar) telja andlegan föður sinn. Proudhon spyr:

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.