Skírnir - 01.04.1908, Blaðsíða 7
Konráð Gísiason.
103
■drjúgt um bréfið í samkvæmi, þar sem Konráð var heið-
ursgesturinn, og loks leggur hann að Konráði að lesa
bréfið upphátt. Konráð las bréfið með þeim hætti, að allir
veltust um af hlátri, einhverju mun hann hafa vikið við,
■en mest lá það í því, hvernig hann las. Það endaði með
því, að Magnús var orðinn fokreiður við Svíann: »Er
hann að skamma mig«, eins og hann kvað að, og reif
bréfið af Konráði.
Tvö samsætiskvöld eru mér ógleymanleg frá samvist-
um við Konráð. Eg var í annað skiftið nefndur til að fylgja
honum heim á eftir og keyrsluvegurinn var langur, og Kon-
ráð var ákaflega skemtinn og málreifur. Hann lét mig hafa
yfir vísur sem eg kunni að heiman, þar sem alt fauk í
kviðliugum, eins og víðar í Suður-Þingeyjarsýslu, og mest
þótti honum gaman að smellnum vísum eftir stúlkurnar
þar. Og þá fór hann að segja mér af foreldrum sínum,
að móðir sín hefði verið hagmæltari en faðir sinn, og oft
hefðu þau kastað fram vísu, hvort um sig eða þá saman.
Eftir þau væri t. d. erindið:
/ „Að yrkja kvæði ólán bjó
eftir fornri sögu“.
„(taman er að geta þó
gert ferskeytta bögu“.
Efemía átti seinni partinn og stóð ekki á. Þarna var allur
hugurinn enn við þessa sérkennilegu þjóðarlist. Og öra
lundin forna kom ekki síður fram. Eg hafði eitthvað
veður af því, að Konráð margborgaði ökumanni. Og þegar
við Konráð vorum skildir, bauð ökumaður mér að skila
mér heim til Garðs, en eg sagðist ekki hafa ráð á slíku.
»Og sussu, sussu. Það er borgað og meira en það«. Og
eg varð að þiggja boðið.
Annað samverukvöld við Konráð gæti eg Arsett og
dagfært. Það var kveldið sem Eiríki gamla Garðsprófasti
Jónssyni var haldin veizla, þá sextugum (árið 1882). Þar
gerðist það til frásagna, að ungur stúdent, sem var þá
mjög heitur áhangandi Georgs Brandesar, hélt allhvassa