Skírnir - 01.04.1908, Blaðsíða 27
Marjas.
123
ekki einura degi lengur. Það er nóg að þræla eins o
ambátt hér á heimilinu, þó að eg fái ekki níðkviðling
hjá fóstui'syni ykkar í þokkabót.
— Og eg kynni að mega skjóta því inn í, sagði Jón-
as, að nú í kvöld ætlaði Nonni litli að reka heynálina í
kviðinn á mér, í því skyni, sagði hann, að koma mér til
helvítis.
Mér fanst hrollur fara um alla í baðstofunni. Um
sjálfan mig fór líka hrollur. Eg fann, að eg mundi vera
verstur maður á jörðunni. Og eg grét hástöfum.
— Nú tölum við ekki meira um þetta í kvöld, sagði
fóstra mín.
— A þá ekki að liýða Nonna? sagði Manga. Eða á
eg að fara á miðjum vetri?
— Eg ræð hýðingum hér, sagði fóstra mín. Hvað
sem hver gerir eða segir. En við tölum ekki nokkurt
orð um þetta framar, þangað til ofsinn er farinn úr okk-
ur . . . Þér er bezt að fara að hátta, Nonni minn. Eg
skal færa þér matinn þinn í rúmið.
— Eg hefi ekki lyst á að borða, sagði eg.
En eg gat varla komið því upp fyrir ekka. Og eg
fór að tína af mér spjarirnar.
Fóstra mín kom að rúminu mínu, þegar ljósið hafði
verið slökt í baðstofunni. Hún settist á rúmstokkinn og
strauk hendinni um kinnina á mér. Eg var enn að gráta.
Hún laut niður að mér.
— Segðu mér nú, Nonni minn, hvernig í öllu liggur.
Segðu mér það alt. Eg skil það sjálfsagt, hvernig sem
það er. Og þú veizt, að eg kann að fyrirgefa.
Eg hætti að gráta. og sagði henni alla söguna, alt frá
því er rímnahugmyndin fæddist á göngunni með Grími
um morguninn og þangað til eg bjóst til varnar í hlöðunni.
Þá fór eg aftur að gráta.
— Þetta er víst óttalega óguðlegt, sagði eg.
Fóstra mín þagði við.
— En það var líka ljótt af Jónasi að svíkja mig um
marjasinn og ætla að berja mig, sagði eg þá
bc cS