Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1908, Blaðsíða 19

Skírnir - 01.04.1908, Blaðsíða 19
Marjas 115 bandi. Mér fanst honum þykja mest gaman að því, þeg- ar hún hafðí hrakið mig mest. Hann hló dátt að óförum mínum. Og um styrkleik Möngu þótti honum frábærlega mikils vert. Eg hugsaði mér, að eg skyldi jafna á þeim báðum, þegar eg væri orðinn stór. En Grímur var ekki eingöngu óviðjafnanlega vitur og lærður. Hann var líka óviðjafnanlega góður. Nema við Jónas. Hann var fullur af skætingi við Jónas og um hann. Þegar Grímur hafði eitthvað á hann minst, fann eg, að Jónas var í raun og veru smælingi, og að mér kom ekkert við hvað hann sagði. En eg gleymdi því, þegar eg var með Jónasi og Grímur var ekki við- staddur. Eg vissi ekki, hvernig á því stóð, að Grimur var Jónasi svo mótsnúinn. Einhvern óljósan grun hafði eg um það — eg veit ekki, hvernig hann hafði komist inn hjá mér - að eitthvað væri það út af Möngu. En eg botnaði ekkert í þvi, hvernig það gæti verið. Og það kom mér ekkert við. Grímur var góður við mig. Og það var mér nóg. En allra-beztur var hann, þegar hann fór með mig fram í skáia, og sýndi mér þar ofan í kistuna sína. Þar var heill hlaði af bókum: Ulfarsrímur og Fornaldarsögur Norðurlanda og Þjóðsögurnar og margar fleiri. Og hann skýrði mér frá því, að í þessum bókum væri ekki að eins alt það, sem hann hafði sagt mér, heldur miklu, miklu fleira af sama tægi. Mér varð öllum heitt frá hvirfli til ilja. Eg þorði ekki að spyrja hann, hvort hann vildi lofa. mér að lesa þessar bækur. Mér fanst ekki, að eg mundi geta öðlast slíka sælu i þessu lífi. En eg fann líka, að fengi eg það ekki, yrði eg aldrei framar glaður í þessum heimi. Hann bauð mér sjálfur að lesa þær, ef eg færi vel með þær. Og eftir það var eg um tíina eins og uppnum- inn í einhvern himinn. Rímurnar komu huga mínum inn á nýjar götur. Eg fékk óstjórnlega löngun til þess að fara að koma saman vísum. Eg reyndi það. Og mér tókst það — einhvern veginn. 8*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.