Skírnir - 01.04.1908, Blaðsíða 61
Leo Tolstoj.
157
Verið þér því fullkomnir, eins og- vðar himneski faðir er
fullkominn«.
I þessum flmm grunivallarboðorðum felst þá kjarn-
inn í kenhingum Krists, og ei’u þau með þeim hætti, að
svo framarlega sem menn veittu þeim móttöku eða jafn-
vel að eins freistuðu að fylgja þciin, þá mundi það gjör-
breyta mannlegu lífi.
IV.
Það var nálægt 1880 að Tolstoj komst að þessari
niðurstöðu. Þá var gátan að fullu ráðin, sem hann var
búinn að glíma við árum saman, og sálarfriðurinn fund-
inn. Þar kom hann sér niður á þá lífsskoðun, er hann
hefir haldið fast við æ síðan og eigi vikið frá eitt fótmál.
Fyrsta afleiðingin af þessari sannleikans viðurkenn-
ingu var gagnger breytihg- á siðferðismeðvitund hans.
Hann komst óðar að þeirri niðurstöðu, að margt af því,
sem hann áður liafði talið gott, var í raun og veru ilt,
og að hins vegar margt, er liann hafði talið ilt, var í
sannleika gott.
Sé það eða eigi það að vera aðaltilgangur lífsins,
að taka höndum saman við föðurinn á himnum til að
greiða hinu góða veg, þá nær það engri átt, að leggja
kapp á að raka saman fé í eigingirnisskyni og féfletta
náungann. Þvert á móti. Að réttu lagi ætti það, sem
eg ræni frá bræðrum mínum, að teljast mér til skuldar,
en hitt til afgjalds, sem eg vinn þeim til gagns. Vér
eigum því að kosta kapps um að taka eins lítið frá öðr-
um, en aftur á móti að miðla öðrum eins miklu, og unt er.
I stað þess að lifa á krásum og sælgæti, ættum vér
að sjálfsögðu að lifa svo hófsamiega og sparneytnislega í
mat og drykk, sem framast má verða.