Skírnir - 01.04.1908, Blaðsíða 57
Leo Tolstoj.
153
fann hann brot af sannleikanum, aistaðar þóttist hann
rekja feril guðs og sjá vegsummerki hans, en g u ð sjálf-
an fann hann ekki.
Að tilvísun bændanna tók hann loks að leita fyrir sér
í ritum hins Nýja sáttmála, — og þar fann hann guð að
lokum. Þar fekk hann lausn á gátunni um tilgang lí'fsins.
III.
Allir menn eru í heiminn bornir með þeim eðlisgáf-
um, er nefndar eru »skynsemi« og »samvizka«. Þær
kenna oss ósjálfrátt að gera greinarmun góðs og ills; vér
v e r ð u m ósjálfrátt að fallast á sumt og hafna öðru. I
sérhverjum af oss sefur eða vakir æðra eðli, andlegt eðli,
guðdómsneistinn. Að því skapi, sem vér stöndum í sam-
ræmi við það eða víkjum frá því, að sama skapi erum
vér oss meðvitandi góðs eða ills í framferði voru. Aðal-
tilgangur jarðlífsins er því vissulega sá, að leitast við að
þjóna, eigi hinu lægra, dýrslega eðli voru, heldur því
valdi, sem hið æðra eðli vort sver sig i ættina við.
Kristur tekur af skarið þar sem hann gerir eitt úr sér og
hinu æðra eðli sínu; hann nefnir sjálfan sig og oss »börn
föðursins« og býður oss að vera fullkomnum eins og faðir
vor á himnum er fullkominn.
Hér felst þá lausnin á gátunni um tilgang lífsins.
Það er til æðra vald, sem kennir mér ósjálfrátt að greina.
það sem gott er, og eg stend í sambandi við það vald:
meðvitund mín og samvizka er frá því runnin. Tilgang-
ur meðvitundarhfsins hlýtur því að vera sá, að gera vilja
þessa valds, með öðrum orðum: að gera gott.
Þetta var í aðalatriðunum niðurstaðan, sem Tolstoj
komst að við rannsókn sína. En hann þóttist um leið
finna í guðspjöllunum, eða sérstaklega í íjallræðunni
(Matth. 5., 6. og 7. ka.p.), grundvallarreglur fyrir breytnl