Skírnir - 01.04.1908, Blaðsíða 21
Marjas.
117
— Þér er bezt að láta hann hafa afskaplega stóra
fætur, sagði Grímur.
— En það er svo fallegt og karlmannlegt, sagði eg.
Grímur hló.
— Nei, það þykir ijótt. Honum er stríð i því, sagði
hann.
Eg fann, að honum var eitthvað óvenjulega mikið
í nöp við Jónas. Eg veit ekki, hvort það var hugsanaflutning-
ur eða hvað því olli, að mér datt Manga í hug. Og í
sama bili hugkvæmdist mér nýtt atriði í rímurnar.
— Eg vil hafa í þeim skessu, sagði eg.
Það þótti Grími eðlilegt og vel til fundið. Hann var-
aðist ekki, að neitt byggi undir.
Nú þorði eg ekki að fara lengra með Grími. Eg
skoppaði heim aftur og kom varla við jörðina.
Rímurnar reyndust örðugar viðfangs. Efninu var
vandalitið að koma saman. Fornaldarsögur Norðurlanda
voru fjársjóður, sem auðsótt var í. Hitt var þrautin þyngri,
að koma efninu í ljóð. Oft varð skáldfákurinn fastur eins-
og klár, sem hleypt hefir verið niður í kviksyndis-keldu.
Þá leitaði eg til Gríms. Einkum þegar hann var að flétta
reipi á kvöldin, og Jónas og Manga voru í fjósinu, og gátu
með engu móti heyrt til min. En verkið sóttist seint.
Og marjasinn kom líka og fylti hugann.
Eg hafði einhvern tíma í fyrndinni lært hund og löngu-
vitleysu. Og mikið gaman hafði mér þótt að þeim. En
sjaldan hafði það viljað til, að nokkur fullorðinn maður
fengist til að þrevta þær þrautir við mig. Og börn voru
engin á heimilinu nema eg. Nú vildi mér til það happ
eða óhapp — eg veit ekki, hvort eg á heldur að kalla
það — að drengur var nótt hjá okkur, og hafði ekki ann-
að sér til dægrastyttingar en að kenna mér marjas. Þá
hafði eg lokið eitthvað tíu erindum af rímum, og hafði
þegar komið að Úlfi óþvegnum, sem átti að vera Jónas,
og skessunni Skinnbrók. Eg þarf naumast að taka það
fram, að með henni átti eg við vinkonu mína Möngu. En
þess hafði eg vandlega dulið Grírn. Og öðrum var ekki