Skírnir - 01.04.1908, Blaðsíða 93
Erlend tiðindi.
Frá Bretum. Þeir áttu á bak aö sjá í vor yfirráðanda
síns mikla ríkis : æðsta ráðgjafa þjóbhöfðingja síns, fyrst frá em-
bætti 5. apríl, og síðan af lífi 22. s. m. Það var Sir Henry
Oampbell-Bannerman, er verið hafði í því embætti frá því undir
árslokl905, er Arthur Balfour gafst upp, eftir einhvern hinn stór-
feldasta kosningasigur, sem dæmi eru til á Englandi. Hann hafði
enn geysimikinn meiri hluta á þingi, sama sem ekkert genginn
saman. Hann var maður mjög frjálslyndur, vitur maður og stiltur
vel, og prýðilega þokkaður. Hann hafði setið á þingi 40 ar, og
var á 3. ári um sjötugt, er hann lézt. Hann hafði verið þrívegis
ráðgjafi hjá Gladstone, og gerðist flokksforingi framsóknarmanna
1899 eftir Sir William Harcourt.
Játvarður konungur kvaddi til eftirmanns C.-B. 8. apríl Herbert
Asquith, er var verzlunarmálaráðgjafi áður. Það er maður hálf-
sextugur að aldri, atkvæðamaður mikill, einbeittur og fylginn sér,
mælskumaður mikill, en sagður eigi jafnlipur fyrirrennara sínum.
Hann hefir setið á þingi 22 ár og var innanrikisráðgjafi nokkur ár
hjá Gladstone og síðau hjá Rosebery. Hann þykir vera skörungur
allmikill í sínu nýja embætti. Hann kvað von bráðara upp úr um
það á þingi, að Bretaveldi megi til að eiga sór ekki minni her-
skipastól en sem svari tveggja stórvelda annarra. Það er nauð-
synlegt vegna heimalandsins, mælti hann, vegna verzlunar vorrar,
vegna nýlendna vorra og vegna jafnvægis hér í álfu. Þeim er sór-
staklega ant um, Bretum, að Þjóðverjar verði aldrei nema hálf-
drættingar á við þá í herskipastólseign, og ráðgera að efna til 2
höfuðorrustudreka fyrir hvern 1, er Þjóðverjar hafa í smíðum.
Asquith tók með sér í hið nýja ráðuneyti marga sessunauta
eína úr fyrra ráðuneytinu, en skifti um í sumum sætunum. Verzl-
unarmálaráðgjafi gerðist ungur stjórnmálagarpur, Vinston Churchill,
rúmlega þrítugur, maður óvenju-líklegur til mikilla afreka. Hann