Skírnir - 01.04.1908, Blaðsíða 30
126
Peningaverðið á Islandi.
Peningar hafa sama verðiö, sem góðmálmar þeir hafa, er
peningar eru gjörðir úr. Gull og silfur eru vörur, sem
hafa markaðsverð, og breyta verðinu eftir framboði og*
eftirspurn, eins og aðrar vörur. Fyrir því eru þeir verð-
alin, sem gjörð er úr teygjubandi. Til þess að komast
fyrir, hvert verð þeir hafa, þarf að bera þá saman við
allar aðrar vörur, sem töluvert er af í viðskiftalífinu, og
þörf er á. Milli 1820—30 kom út á Bretlandi bók eftir
enskan mann T o o k e, Verðsaga: History of Prices,
og sýndi verð á 25 aðalvörutegundum um langan tíma.
Þessi bók hefir siðan verið lögð til grundvallar fyrir því,
hversu peningar hafi fallið í verði á þeim tima, og eftir
að sú bók kom út, hefir það verið álitið nægilegt, ef vita
skyldi um verðlag á peningum, að bera það saman á aðal-
vörutegundunum helztu. Hitt skifti ekki miklu máli, hvort
t. d. að eldspýtustokkar eða nálabréf er dýrara eða ódýi'-
ara; þess gætir ekkert móti vörum, sem inikið þarf að
hafa af á hverju heimili.
1822 lagði enskur maður, Lowe að nafni, það til við
ensku stjórnina, að hún skipaði fasta nefnd, sem mældi
breytingarnar á verðinu á 1 pundi sterling (18 kr.). Hann
hugsaði sér, að stjórnin skipaði nokkra menn, sem fengju
sér áreiðanlegar skýrslur um verðið á þeim vörum, sem
mest væri eytt af á heimilum manna. Um verðiagið á
þessum vörum vildi hann láta semja verðlagsskrá fyrir
peninga (A table of reference), sem sýndi breytinguna á
peningaverðinu, eða hve mikið fengist fyrir peninga á
hverjum tíma.
Þessa verðlagsskrá átti svo að leggja tilgrundvallar fyrir
öllum peningagreiðslum. Ef einhver hefði fengið 1000 kr.
að láni um 12 mánuði, þá átti hann ekki að borga vöxt-
una, og nákvæmlega 1000 kr. að auki, þegar árið var
liðið; peningaverðiagsskráin sýndi, hvað hann átti að
greiða. Ef hún sýndi, að peningar höfðu hækkað um 3%,
átti skuldunautur að greiða 1030 kr., hefði hún lækkað
um 3%, komst hann af með að greiða 970 kr. Verðlags-
skráin átti einnig að leggjast til grundvallar fyrir launa-