Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1908, Blaðsíða 16

Skírnir - 01.04.1908, Blaðsíða 16
11-' Marjas eg hafði hefnt rnín á henni með því að ná í herðarblað- ið og ausið öskunni yfir hana. Grrímur var maðurinn, sem hafði sagt mér mest af kostum Möngu. Eg gat ekki betur fundið, en að honum þætti gaman að vera að tala um hana við mig. Það þótti mér undarlegt. En undarlegra samt það, að eg sá hann einu sinni kyssa hana úti í fjárhúsi. En undarlegast af öllu, að Manga var góð við mig heilan dag á eftir, og gaf mér svartan þráðarlegg, sem hún sagði að héti Brúnn og væri allra reiðskjóta beztur þar nærlendis, ef eg héldi honum í greipinni milli vísifingurs og löngutangar og hlypi evo hart sem eg kæmist. Eg fann, að það var satt. En sambúðin við Möngu komst bráðlega í samt lag aftur. Eg gaf henni hönd mína upp á að þegja. Og eg efndi það. Eg vissi, að ryfi eg jafn-hátíðlegt loforð, færi eg illa eftir dauðaun. En eg varð henni svo reiður daginn eftir, að eg gat ekki litið gæðinginn hennar réttu auga og drekti honum í ánni fyrir neðan túnið. Grímur talaði við mig um margt annnað skemtilegra en Möngu. Hann sagði mér frá útilegumönnunum, sem bygðu dali uppi í jöklunum. Þar festi aldrei snjó. Þar væru allar skepnur miklu vænni en í sveitunum. Og þar væru mennirnir miklu sterkari. Eg spurði, hvort þessir menn væru þar enn. Grímur sagði, að mönnum kæmi ekki saman um það. Eg spurði, hvað hann héldi um það. Hann sagðist halda, að þeir væru til enn. Þá varð eg sannfærður um, að þeir væru til. Og eg afréð tafarlaust að fara með flokk vaskra manna að leita að þeim, þegar eg væri orðinn stór. Hann sagði mér frá tröllum. Þau hefðust við í fjöll- um, í hellum og skútum. Þau væru margar mannhæðir. Þau væru afskaplega ljót. Nefin á þeim væru eins og ólögulegustu kartöfiur. Þau ætu menn. Eg spurði, hvort þau væru til enn. Hann hélt ekki. Það þótti mér mikið miður. Eg gat þá ekki unnið á þeim, þegar eg var orð- inn stór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.