Skírnir - 01.04.1908, Blaðsíða 65
Leo Tolstoj,
161
:Sólon, Sókrates, Konfúeíus, Marcus Aurelíús og Spínóza
lögðu stund á, og allir þeir menn aðrir, er bezt hafa þótt
siðaðir. Hann rannsakaði afleiðingarnar af góðum verk-
um og illum, leitaðist við að sýna fram á, hvað skynsamt
Tæri eða réttmætt í mannlegum stofnunum og trúarsetn-
ingum, hversu menn ættu að lifa til þess að tryggja
hverjum einstakling sem bezta líðan og sem mestan þroska,
hverju menn ættu eða ættu ekki að trúa og hvernig menn
ættu að bæla niður ástríður sínar og kosta kapps um að
ihöndla hið sanna hnossið.
Tolstoj er að líkindum allra rithöfunda vandvirkastur,
þíeirra er nú eru uppi. Hann er aldrei ánægður með rit
sín heldur en líf sitt. Hann margritar bækur sínar, alt
að 15 eða 16 sinnum sumar, áður honum líkar, breytir,
styttir og strikar út í sífellu, fágar og sléttar þar til engar
misfellur sjást, enda er ritháttur hans svo ljós og skýr,
að undrum sætir. Rithönd hans er aftur á móti svo ólæsi-
leg, að enginn kemst fram úr henni nema kona hans og
börn, og verða þau því að afrita handritið jafnóðum og
hann leiðréttir, og er það ekkert smáræðisverk. Þegar
svo loks prófarkirnar koma úr prentsmiðjunni, byrjar hann
aftur á nýjan leik. Alt ber þetta vott um hina framúr-
skarandi iðni, vandvirkni og nákvæmni hans, enda heflr
hann sjálfur látið sér um munn fara, að ritsnild væri ekki
í öðru innifalin en framúrskarandi vandvirkni og þolin-
mæði, þótt fáir munu skilyrðislaust á það fallast fremur
en margt annað í kenningum hans.
Þegar Tolstoj tók djarflega og einarðlega að hreyfa
hinum nýju kenningum sínum, bjuggust allir við að hann
mundi sæta ofsóknum af stjórnarinnar hendi. En hún
-taldi skynsamlegra að hreyfa ekki við honum sjálfum,
heldur hefti að eins útbreiðslu á nokkrum ritum hans,
feldi langa kafla úr öðrum, og sendi helztu vini hans og
fylgifiska í útlegð. Kirkjumálastjórnin gekst fyrir því að
gefin voru út rit, sem andmæltu skoðunum hans, sigaði
njósnarmönnum á hann og vini hans og bannsöng hann
ll