Skírnir - 01.04.1908, Blaðsíða 75
Ættarnöfn.
171
sem nefna sig Jónsson. Ef ekkert er að gert, verður þá
ekki farið t. d. að nefna konu einhvers Einars Jónssonar
frú Einar Jónsson, að útlendum sið, til þess að menn viti
við hverja frú Jónsson er átt'? Sveitamenn, sem ekki
þekti til þess arna, mundu halda að verið væri að skop-
ast að þessum veslings Einari Jónssyni, það væri hann,
sem væri kallaður frú! En úr þvi að sonarnafn kvenna
er komið á, þá er örskamt á milli hins, að farið verði að
nefna þær fullu nafni rnanna sinna. Og þá er smiðs-
höggið rekið á.
Mér koma í hug ráð til að varðveita tunguna frá
þessum nöfnu n og öðrum eins; og því er það, að eg rita
þessar línur.
Og fyrsta ráðið er þetta: Yér eigum að koma hér á
ættarnöfnum. Þeir, sem hætta ekki að vera þeim mót-
falinir, þeir gera málefni sjálfra sín meira ógagn en
nokkrir aðrir. Þeir eru helzt mótfallnir þeim af því, að
þau eru ekki þjóðleg. En það er miklu óþjóðlegra að
sporna við því, að tungan hreinsist af alls konar kol-
svörtum skrípanöfnum, sem alstaðar lita frá sér.
Deilan á ekki að vera um það, h v o r t vér eigum
að taka upp ættarnöfn. Hún á að vera um v a 1 i ð, ef
hún er nokkur.
Mér vitanlega hefir ekki komið fi’am um það nema
ein tillaga, sem vit er í. Hún er sú, að gera að ættar-
nöfnum karlmannsnöfn með eignarfallsendingum. T. d.
að taka, að maður, sem heitir Jón Sveinsson, kalli sig
Jón Sveins, konan hans Guðrún Sveins, dóttir hans Þór-
dís Sveins o. s. frv., og ættin nefnd Sveins-ættin.
Þetta heflr einn kost og enga fleiri. Það er íslenzkt.
En ef þetta kæmist nú á, þá líður ekki á löngu áður
en sá kostur hverfur; það hættir að vera íslenzkt, — og
þá erum vér ekki betur staddir en áður. Ef það á að
halda áfram að vera íslenzkt, þá verður a 11 a f að nefna
bæði nöfnin i einu, hvenær sem nefnt væri ættarnafnið.
Og það er ókostur, enda yrði það ekki gert til lengdar.
Útlendum mönnum t. d., hvar sem væri, dytti það ekki í