Skírnir - 01.04.1908, Blaðsíða 36
132
Peningaverðið á íslandi.
vera alt að 20°/0 dýrari en á móti gulli. Meðalverð allra
meðalverða 1875 varð 56 aurar; að réttu lagi hefði þið
líklegast átt að vera 20% lægra, eða hér um bil 45 aur.,
eða einhvers-taðar milli 40—50 aur., ef til vill miklu nær
40 aurum.
Þessi ár, sem tekin eru, þarf samt að geta um. 1830
hefir velmegun landsmanna verið að aukast um 10 ár, og
fólkinu heflr fjölgað jafnt en fremur lítið um langan tíma.
1850 er fjáreign landsmanna í mestum blóma á 19. öld-
inni, að undanskildum árunum 1891—95; mislingasóttin
1846 hafði höggvið skarð í fólksfjöldann, en frá 1830—50
hafði fjöigun verið stöðug, að því fráskildu. En fjölgunin
var sein á sér um þær mundir, þegar meðalæfin var 34
ár. 1900 heflr fólkinu fjölgað ákaflega mikið; hér eru
komnir upp kaupstaðir, þar sem engir voru áður; meðal-
æfin er orðin 56 ár, útflutningur á lifandi fé er bannaður,
og við það heflr sauðfé lækkað í verði og allar afurðir af
því. Innanlandsmarkaðurinn er orðinn miklu betri en
nokkuru sinni áður, og það heldur uppi kjötverðinu og
fjárverðinu. 1904—07 eru innlendar vömr að hækka í
verði, sumar ákaflega, t. d. smjör, sem nýlega er orðið
útflutningsvara, og kjöt, sem kaupstaðir og sjávarsveitir
leggja sterkar fölur á, og þá er byrjað víðast um land að
selja innlendar vörur fyrir peninga, svo um munar. Fólk-
inu heflr fjölgað töluvert síðustu árin; útflutningar eru
litlir; útlendir menn setjast hér að, og mannsæfin er
komin yflr 60 ár.
Ef taflan hér að framan er höfð til þess að sýna, hvað
peningar hafa fallið í verði, þá er það fljótséðast af meðal-
verði á alin þessi ár, sem þar eru tekin. Eftir meðalalin
verðlagsskránna að dæma eru:
25 kr. 1830=30 kr. 1850, verðlækk. peninga verður þá 20%
25 — 1830=50 — 1900, — — — 100%
25 — 1830=60 — 1907, — — — 140%
En sé tekið meðaltal af vörunum 1—13 eða af þeim
vörum, sem mest eru seldar og keyptar í landinu, þá verða: