Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1908, Side 19

Skírnir - 01.04.1908, Side 19
Marjas 115 bandi. Mér fanst honum þykja mest gaman að því, þeg- ar hún hafðí hrakið mig mest. Hann hló dátt að óförum mínum. Og um styrkleik Möngu þótti honum frábærlega mikils vert. Eg hugsaði mér, að eg skyldi jafna á þeim báðum, þegar eg væri orðinn stór. En Grímur var ekki eingöngu óviðjafnanlega vitur og lærður. Hann var líka óviðjafnanlega góður. Nema við Jónas. Hann var fullur af skætingi við Jónas og um hann. Þegar Grímur hafði eitthvað á hann minst, fann eg, að Jónas var í raun og veru smælingi, og að mér kom ekkert við hvað hann sagði. En eg gleymdi því, þegar eg var með Jónasi og Grímur var ekki við- staddur. Eg vissi ekki, hvernig á því stóð, að Grimur var Jónasi svo mótsnúinn. Einhvern óljósan grun hafði eg um það — eg veit ekki, hvernig hann hafði komist inn hjá mér - að eitthvað væri það út af Möngu. En eg botnaði ekkert í þvi, hvernig það gæti verið. Og það kom mér ekkert við. Grímur var góður við mig. Og það var mér nóg. En allra-beztur var hann, þegar hann fór með mig fram í skáia, og sýndi mér þar ofan í kistuna sína. Þar var heill hlaði af bókum: Ulfarsrímur og Fornaldarsögur Norðurlanda og Þjóðsögurnar og margar fleiri. Og hann skýrði mér frá því, að í þessum bókum væri ekki að eins alt það, sem hann hafði sagt mér, heldur miklu, miklu fleira af sama tægi. Mér varð öllum heitt frá hvirfli til ilja. Eg þorði ekki að spyrja hann, hvort hann vildi lofa. mér að lesa þessar bækur. Mér fanst ekki, að eg mundi geta öðlast slíka sælu i þessu lífi. En eg fann líka, að fengi eg það ekki, yrði eg aldrei framar glaður í þessum heimi. Hann bauð mér sjálfur að lesa þær, ef eg færi vel með þær. Og eftir það var eg um tíina eins og uppnum- inn í einhvern himinn. Rímurnar komu huga mínum inn á nýjar götur. Eg fékk óstjórnlega löngun til þess að fara að koma saman vísum. Eg reyndi það. Og mér tókst það — einhvern veginn. 8*

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.