Ný sumargjöf - 01.01.1860, Blaðsíða 4
4
eitrinu úr mundlauginni, en Loki kippist viö af ólyfj-
aninni á meðan. „En Loki bundinn beið í gjótum,
bjargstuddum undir jökulrótum“ segir Jónas um jarðar-
eldinn, sem liggur niðri og bærir ekki á sðr. En ef
eldurinn aldrei gæti fundið neina frainrás, þá væri
landskjálftar miklu tfðari en þeir eru, og að kalla
alltaf; eldólgan brýzt uin og rífur göt á jarðarskorpuna.
rðtt eins og gröptur brýzt út um kýli. Fjöllin eru
ekki annað en þrymlar á jarðarskorpunni, sem eldur-
inn hefur lypt upp; en hin eldgjósandi fjöll eru kýlin,
þar sem eldvellan eða eldgröpturinn vellur fram um
götin; því eru landskjálftar megnastir á undan eld-
gosunum, en minnka þegar eldurinn er upp kominn.
Katla var þá kýlið á jarðarskorpunni, árið 1755,
þarsem eldvellan gaus fram, og þannig skiljum vðr,
að hún stendur í beinlínis sambandi við jarðskjálftann
f Lisbonsborg, sem vðr ætlum að lýsa. J>að er sjálf-
sagt, að landskjálftarnir eru alstaðar eins, og hafa líkar
verkanir; en áhrif náttúrunnar eru ólík, með tilliti til
vor, eptir því hvernig á stendur í löndunum. A
strjálbygðu landi, eins og ísland er, og á öræfum uppi,
er eyðileggíngin miklu öðruvísi og minni, af því þar
er ekkert til að eyðileggja, engin mannaverk, og fáir
menn til að deyja; náttúran er þar ein um hituna og
eyðileggur sjálfa sig, og vðr finnum það síður, af því
vðr erum fyrir utan það. En það er allt öðru máli
að gegna með fjölbyggð lönd og stórar borgir, og það
er valla of djúpt tekið í árinni, þótt menn kalli jarð-
skjálfta hina verstu landeyðu, sem hugsast getur, því
móti honum megnar ekkert að standa; hann getur