Ný sumargjöf - 01.01.1860, Blaðsíða 9
9
rústunum, ruddust inn í húsin, sem ósködduð voru,
ræntu fðmunum, nauðguðu kvennmönnum, myrtu og
drápu og gerðu allskonar spellvirki. Yar það hinn
mesti vandi, að halda nokkurn veginn reglu við í
slíkum ófögnuði. J>á voru og reistir margir gálgar,
og hver sá hengdur miskunarlaust og yfirheyrslulaust,
setn penníngar fundust hjá eldbornir, eður var handsam-
aður í fjárgrepti.
Eigi var því að fagna, að jarðskjálfti þessi væri
á enda á einum degi; tók jörðin kippi um marga
mánuði með fárra daga millibili, og ástundum ógur-
lega. Áin Tagus varð afar mikil og rann mjög yfir
bakka sína, en sjórinn svall og ólgaði eins og fyrir
stormvindi, þótt lygnt væri; hann gekk á land upp
margar mílur, en fjöldi skipa slitnuðu ýmist upp eða
brotnuðu og sukku í hafrótinu. Steypi-rigníngar gengu
og í sífellu, og dundu yfir þá sem flúið höfðu upp á
hálsana í krínguin borgina; dó þar fjöldi manna úr
vosbúð, kulda og sulti, enda þótt þeir eigi týndist í
jarðskjálftanum.
Jósep Portúgalskonúngur varð örvínglaður af allri
þessari eymd, og var fyrstu nóttina úti undir berum
himni í vagni einum, en síðan í tjaldi, og var þar
lítið um dýrðir. Hafði hann hvorki vit nð krapta til
þess að koma neinu til leiðar, því er mýkja mætti
óhamíngjuna. Ráðgjafa átti konúngur sðr, er Pombal
hðt; hann var maður vitur og skarpskygn og hinn
mesti atferðamaður. Hirti hann hvorki um ættmenn
sína nð heimili, heidur fór hann að heiman þegar er
jarðkippurinn fyrsti kom, og leitaðist við að afstýra