Ný sumargjöf - 01.01.1860, Blaðsíða 78
78
enn ósið þessum. Púlkería leitaðist við að sannfæra
hann um, hvað hættulegt þetta gæti orðið, en það
notaði alls ekkert.
Eptir ráðum Púlkeríu hafði Theodósíus trúlofast
mey nokkurri, er bæði var úng og fögur, og sem hann
unni mjög. Hún var af griskum ættum. hðt Athenais
en kallaðist nú Evdoxía.
Eitt sinn, er Evdoxía heimsókti mágkonu sína,
sagði Púlkería henni, að hún skyldi ekki hugsa til, að
hverfa aptur til manns síns; hún yrði að láta sðr
lynda að vera vinnukona hjá sðr framvegis; Evdoxía
hðlt., sem von var, að þetta væri eintómt spaug, en
Púlkería sýndi, að henni var full alvara, og hðlt henni
hjá sðr þángað keisarinn sjálfur kom að sækja hana.
Hann krafðist nú konu sinnar. „Konu þinnar,“ sagði
Púlkería, „þú ert víst að gjöra að gamni þínu núna
Theodósíus, — getur sú kona, sem er vinnukona hjá
mðr, og sem er eign mín, verið kona þín? þú hefir
öldúngis afsalað þðr hana; eg hefi sjálf í höndum skjal.
undirskrifað með þinni eigin hendi, er ber angljóslega
vitni um það.“
„Hvaða skjal?“ sagði Theodósíus, með reiðisvip
miklum; og í sömu andránni sýndi Púlkería honum
bref með nafni hans á; en í því brðfi stóð, að hann
gæfi Púlkeríu systur sinni konu sína til eignar. fessu
brðfi hafði Púlkería smeygt inn á milli skjala þeirra,
er keisarinn átti að rita nafn sitt á; en hann
hafði, eins og vant var, ekkert gáð að, hvað í
því stóð.
þetta bragð hafði þá verkun, að Theodósíus sá,