Ný sumargjöf - 01.01.1860, Blaðsíða 36
36
hann „frosna saunglist“ — er það harla þýðíngarmikið
orð og djúplega hugsað.
Nú munum vðr virða fyrir oss myndina. Til
beggja hliða eru hús, sem eru dekkri að sjá en hitt:
skín sól á vinstramegin, en hægramegin er skuggi.
Málarinn hefur staðið nokkuð til vinstri handar, og
sðst það á því, að það húsið sýnist hallast meira, af
því það sýnist minnst sem ijærst er, en hægra húsið
blasir beinna við. A vinstra húsinu er bogagángur
neðst, en gluggar og dyr eru fyrir innan súlurnar á
milli boganna, og sðst það eigi, af því eigi sðst beint
framan á húsið; neðst við jörðu eru tjöld sem hengd
eru á teina út úr húsinu, með skáþökum; þau tjöld
eru til að hlífa íyrir sólu. Uppi yfir bogunum eru
svölur út úr húsinu, iná gánga út á þær svölur út um
glugga eða dyr á fyrstu gluggaröð; þar er og tjald,
og má hleypa því frá og fyrir þegar vill. Húsið er
þríloptað, eður þrjár glugga-raðir á hæð. fyrir ofan
liogagánginn, sein neðst er.
j>ar á milli húsanna, það er að skilja, fyrir miðj-
unni og lengst á burtu, stendur dómkirkjan, og sðst
nokkuð á hlið, því ella inundi hæðsti turninn, þar sem
útskotin eru á fyrir neðan tindinn, sýnast mitt upp úr
miðbustinni á kirkjunni, en hann sýnist mjög til vinstri
handar. þessi kirkja er eitt hvert hið fegursta must-
eri í heimi, og miklu fegri og srníðuð af meiri list en
Pðturskirkjan í Rómi, þótt sú kirkja sð stærri.
Dómkirkjan í Mailandi er 454 fet að lengd, og
270 feta á breidd; en 230 feta hár er hvolfturninn
(hann sðst ekki á myndinni). Hún er öll hlaðin upp