Ný sumargjöf - 01.01.1860, Blaðsíða 44
44
Samferðamaður minn, sein sat, eða öllu fremur lá
hjá mðr á sleðanum var Póllendingur, eða russneskur
maður ættaður frá Póllandi, sem heyra mátti á nafni
hans, sem endaði á ...ski. Hann hafði nú lengi
legið þegjandi og reynt hvern vinðilinn eptir annan;
eg var farinn að halda að hann væri sofnaður, þegar
hánn allt í einu lypti upp skygninu á oturskinn-
húfunni, sem hann hafði á höfðinu og leit í túnglið.
„Já, já!“ sagði hann og skellihló, „þarna er hann
þá, karlinn hann Pan Tvardovski.“
„Hver er það,“ spurði eg.
„Sjáið þðr ekki svarta manninn á túnglinu sem
glennir svo skrípilega út hendur og fætur? J>ví þá
það ? því þá, það er Pan Tvardovski."
Segið þðr mðr þá söguna, því eg se þðr hafið
sögu að segja, og eg er eins óþolinmóður, og keisar-
inn í þúsund og einni nótt eptir að heyra sögurnar,
sem Scheherazade sagði.
f>að vil eg gjarna, en eg er hræddur um, að
varirnar eða frjósi saman á mðr í þessari grinnndar-
hörku, en eg skal reyna þó eg hafi munnherkjur, og
nú kveikti hann í nýjuin vinðli til að hlýja sðr.
Hafið þer lesið Faust eptir Goethe, spurði hann,
jú, en útlagðan, því er nú ver og miður að eg kann
ekki þjóðversku.
f>að er þó nóg til þess að þðr þekkið aðal efnið.
þðr kannist við söguna uin enn nafnfræga doktor Faust
sem lærði öll vísindi sinna tíma og galdra aðauk.
En laungun hans til að fræðast meir og meir og njóta
lífsins fór alltaf vaxandi unz hann loksins gjörði