Ný sumargjöf - 01.01.1860, Blaðsíða 59
59
Ilann reið brónum hesti. f>að furðaði barúninn, að
liann kom einn saman, og var eigi laust við að honum
þætti fyrir; þótti honum það lýsa skeytíngarleysi og
gáleysi, að virða eigi meir en svo tign ættboganna og
það eyrindi, er brúðguminn skyldi rækja. En hann
hugsaði samt með sjálfum sðr, að óþol eptir brúðar-
fundinum mundi valda því, að hinn úngi maður kæmi
þannig fylgdarlaus, því að bráð er barns lund.
|>á mælti riddarinn: „yður mun furða á því.
herra, að eg kem þannig einn og óboðinn“ — —
lengri varð eigi ræðustúfurinn, því barúninn tók þegar
fram í, og jós yfir riddarann slíkum orðastraumi og
dýrindis feginskveðjum, að það var líkara marargjálfri
en mannamáli; Iðt barúninn ætíð dæluna gánga þegar
hann komst höndunum undir, því að honum fannst
sjálfum mikið til hinnar miklu orðgnóttar og málsnildar.
er honum var lánuð. Ræða þessi var eigi á enda fyrr
en þeir voru komnir að innra salarhliði hallarinnar;
þá ætlaði riddarinn að segja upp eyrindi sitt aptur.
en í því bili kom kvennlýðurinn og leiddi brúðurina
fram. f>á varð riddarinn orðlaus.
Önnur af frændkonum meyjarinnar hvíslaði ein-
hverju að henni, er hún átti að segja við riddarann;
en það kom fyrir ekki; inærin rendi til hans hinum
bládjúpu augum, en hún gat engu orði upp komið.
En eigi þurfti neina frændkonu-vizku til þess að sjá,
að henni leizt á manninn.
Svo var áliðið kvöld, er riddarinn kom, að eigi
var tími til að tala nákvæmar um ráðahaginn. Bar-
úninn leiddi því riddarann inn í veizlusalinn; þar