Ný sumargjöf - 01.01.1860, Blaðsíða 90
90
stuud hljóðir. j>á inælti fórður: „Eg hef nokkuð
meðferðis, sem eg feginn vil gefa fátækum“ — að því
mæltu stóð hann upp, lagði peninga á borðið og settist
aptur niður. Prestur taldi þá og segir: ,.f>etta er
mikið fð.“ „Það er verðið fyrir hálfa jörðina mína,“
mælti j>órður, „eg seldi hana í dag.“ Prestur sat
lengi þegjandi; loksins segir liann vingjarnlega: „Hvað
ætlarðu nú að taka þer fyrir hendur?“ „Eitthvað, sem
betra er,“ svaraði þórður. J>arna sátu þeir um stund,
þórður horfði til jarðar en presturinn horfði á hann.
j>á tók presturinn til máls og segir lágt og seint:
„Nú held eg hann sonur þinn loksins sð orðinn þhr
til blessunar.“ „Já, nú held eg líka að svo sð,“ sagði
j>órður. og tvö höfug tár runnu niður eptir kinnum hans.
ALHEIMURINN.
_A_lheimurinn eða veröldin er allt safn allra himin-
hnatta til samans, og teljum vðr þar og með sólkeríi
vort (og þá líka jörðina sem vér byggjum); orðið
heimur hefir og sömu þýðíngu, og er þó stundum
haft um jörðina eingaungu, en það er eigi rðtt. þegar
vðr nefnum orðið náttúru, þá hugsum vðr oss um
leið eitthvert líf eða orsök til lífs, hreifíngar eða
breytíngar; og getum vðr vel kallað alheiminn líka