Ný sumargjöf - 01.01.1860, Blaðsíða 63
63
en svanna brjóstum, mun eg und miðnætur inána
blunda,“ sagði hann.
Hjartað gekk upp í háls og ofan í læri á víxl í
barúninum, þegar hann heyrði þetta andsvar riddarans. Ilann
tók á öllu heljar afli sínu, til þess að láta eigi bera
á hræðslunni, og beiddist þess aptur af riddaranum, að
liann færi eigi þannig á brottu.
Riddarinn hristi höfuðið þegjandi, og kvaddi aptur
boðsfólkið; frændkonurnur sátu náfölvar og stirðnaðar
af hrellíngu; meyjan drap niður höfði. og tárin runnu
niður eptir vaungum hennar.
Barúninn fylgdi riddaranum út í hallargarðinn;
þar stóð hestur riddarans og stappaði fótunum niður í
steingólfið; túngl var í fyllíngu, og glóðu fáksaugun
við mánageislanum eins og helstjörnur í myrkheimi.
J>á nam riddarinn staðar, og mælti við barúninn, en
rödd hans var eins og feigðarómur úr dauðra manna
gröfum: „Nú mun eg segja yður hvað því veldur, að
eg fer á brottu hððan. Eg hefi heitið að koma“ —.
Barúninn tók fram í ræðu riddarans og mælti: „þer
getið sent annan fyrir yður.“ „|>að má eg eigi,“
mælti riddarinn, „eg verð að koma á þessari miðnætur-
stund til kirkjunnar í Trentuborg.“ „J>að getið þer
geymt til morguns,“ mælti barúninn; „komið þer nú
og stígið þðr á brúðarbeðinn.“
„Nei,“ mælti riddarinn með dimmri röddu; „mitt
hjarta byggir engin brúðarást, og mitt hold mun eigi
byggja brúðar sæng, því að köldum ná skal kuldi fróa,
og andaðan orrnar örmum vefja; um miðnætti skal eg
und mána blunda, og brostin augu und brúnum glóa.“