Ný sumargjöf - 01.01.1860, Blaðsíða 5
o
eyðilagt meira á svipstundu en drepsóttir og styrjöld
inega vinna um mörg ár — í Litlu Asíu drap jarð-
skjálfti sextigi þúsundir manna á einum degi, á dögum
Rómakeisara — eins marga og allir Íslendíngar eru.
í ræktuðum löndum eru ekrur og aldingarðar, og alls
konar blómi, sem mennirnir hafa frain leitt úr skauti
jarðarinnar um margar aldir með elju og ástundan, og
það getur allt farið hörmulega á svips-tundu, með því
að jarðvegurinn verður eins og í hafróti og sáðlönd
og skógar því líkast sem á flot fari, moldin rótast upp
og skógareikur rifna upp af rótum; það hefir og orðið,
að akurlönd, sem legið hafa í fjallshlíð, hafa skriðið
ofan á undirlendi með öllum blóma og á landareign
annara manna, og hefir mál orðið úr, þar sem lands-
drottinn vildi helga sðr það sem á sitt land væri
komið. í fjölbyggðum borgum eru há hús, þrjár og
fjórar gluggaraðir á hæð eða meira, turnar og stórar
byggíngar, sem hlaðnar eru og múraðar af lími og
grjóti — þegar nú jarðarskorpan eða grundvöllurinn
hreifist og gengur til og frá, þá missir allt þetta jafn-
vægið og hrynur, og fólk verður undir; eldur fellur
úr eldstónuin og kveikir í öllu; þar sem borgirnar
liggja við sjó fram, þar geysist sjórinn upp á löndin
og færir allt í kaf og á flot — ekki af því sjórinn
vaxi eða hækki, heldur af því jarðvegurinn sökk-
vist snögglega eins og í dæld niður, og þá rennur
sjórinn þar upp í og sogast út aptur, þegar jarðvegur-
inn rís fyrir eldólgunni.
Lisbonsborg liggur við sjó frammi, þar sem áin
Tagus rennur út í Atlantshaf; er áin þar afarbreið,