Ný sumargjöf - 01.01.1860, Blaðsíða 46
46
honum ef eg ekki vissi aö spekíngar eru opt vanir að
vera mestu aular, því það, að eiga sör víst helvíti
varð að eitra allar hans unaðsemdir. Pan Tvardovski
fór skynsamlegar að ráði sínu. Hann hafði skilið það
á, að djöfullinn, sem nefndi sig Ozernebog, sem þýðir:
Svartiguð, ekki mætti taka sig annarstaðar en í Róma-
borg. Nú má nærri geta, að hann forðaðist, eins og
heitan eldinn að koma til hinnar helgu páfaborgar og
þóttist nú hafa Ieikið laglega á kölska. En djöfsi var
ekki af baki dottinn og hugsaði að hbr skyldi koma
krókur á móti bragði.
Nú líða stundir og bar svo til að gestgjafi nokkur
í Kraká skyldi láta skíra barn sitt og bað hann Pan
Tvardovski að halda því undir skírn. Fór hann nú
til gestaherbergisins og var þar margt manna við
skfrnina. Pan Tvardovski helt á sveininum, en prestur
hellti vígðu vatni á enni barnsins og lagði yíir það
blessan sína, en í sama vetfángi skrapp djöfullinn út
úr stút á brennivínsflösku og hljóp að guðföður barn-
sins, með skrifaðan samning í hendinni og sagði:
Komdu nú með mer Pan Tvardovski I Hvaða vitleysa!
erum við í Róm, svaraði doktorinn, eg hðlt þú værir
betur að þðr en svo! Czernebog Iðt sör ekki bilt við
verða, en sagði: Viltu ekki lesa nafnið á gestaher-
berginu, sem stendur yflr dyrunum ? þar stendur
Rómaborg; allt er í góðu lagi þú ert nú mfn eign.
Pan Tvardovski sá nú hvernig kölski hafði farið
í kríngum hann, en varð þó ekki ráðalaus; hann greip
barnið, sem nýlega hafði orðið náðarinnar aðnjótandi
fyrir heilaga skírn og hlífði sðr með sein alináttugum