Ný sumargjöf - 01.01.1860, Blaðsíða 13
13
brotin; þá sagði eg við konuna, að nú skyldi hún
eigi hugsa um þorsta, heldur skyldi hún forða fjörvi
sínu, því ef annar kippur kæmi, mundi húsið hrynja
ofan á okkur.
Nú stoðaði eigi að standa við, og því flýtti eg
mðr ofan stigann og ofan eptir götunni, sem liggur
fram að Tagus-ánni; eg leiddi konuna við hönd mér.
En þessi gata var ófær, því húsin höfðu hrunið saman
og lukt hana; sneri eg þá að hinum enda götunnar, sem
nær að aðalstræti borgarinnar, þar sem gengið er upp
að konúngshöllinni. j>ar hjálpaði eg konunni yíir
grjóthaugana, og var ekki hættulaust; áttum við þá
örskamt til aðalstrætisins, og komum þá að grjótrústum,
sem við urðum að skríða yfir, því eigi mátti öðruvísi
þar yfir komast. J>á varð konan fáein skref á eptir
mðr, og þá hrundi grjóthnullúngur úr steinveggi, sem
riðaði, og sá steinn drap konuna og barnið; mundi
mðr hafa meira um orðið ef öðruvísi hefði á staðið
en þá, en allt var svo ógurlegt í kríngum mig, að
inðr brá ekki við slíka hörrnúngarsjón.
Nú lá fram undan iner laung og mjó gata; voru
þar hús til beggja hliða, fjórar og fimm gluggaraðir á
hæð; það voru gömul hús, sem voru sum að hrynja,
en sum þegar hrunin, og var dauðinn vís hverjum
þeim sein gengið liefði þann veg. |>ar lágu margir
menn, dauðir og limlestir. |>á æskti eg skyndilegs
dauða, því eg sá mer enga lífs von; en engu að síður
staulaðist eg áfram svo sem unnt var, og lðt ekki
hugfallast, ef verða mætti að eg bæri beinin annars-
staðar en í þeiin ófögnuði. Loksins komst eg út á