Ný sumargjöf - 01.01.1860, Blaðsíða 113
113
fá hestinn; hann beið nú litla stund eptir hinu öðru
höggi, en það var miklu meira en hið fyrsta og engdist
hann nú saman og hljóðaði ámáttlega, og eins við
þriðja og fjórða höggið; en þá fleygði foringinn keyrinu
út í horn. Látið þer mig nú fá fimmta höggið í Guðs
nafni, æpti gyðingurinn, svo eg geti tekið hestinn með
mðr. „|>ú getur nú sðð til hvenær það verður,“ sagði
foringinn. Gyðingurinn lðt þá kalla lagamanninn, sem
hal'ði verið við samningsgjörðina, en hann sagði, að
það stæði þar hvergi að foringinn væri skyldur að
berja þessi högg, svo gyðingurinn fekk aldrei fimmta
höggið og heldur ekki hestinn.
SVANURINN.
tiinusinni var lítil stúlka, svo lítil ljómandi falleg
stúlka, hún bjó hjá föður sínum, er reði fyrir miklu
ríki. Hún hafði mist móður sína í barnæsku, en hún
mundi alltaf eptir henni, og táraðist í hvert sinn sem
hún minntist á hana. Hið eina, sem hún hafði erft
eptir hana, var guðvefjarkyrtill; þenna kyitil bar hún
á hverjum degi, og fallega leit hún út í honum.
En faðir stúlkunnar gleymdi fljótt móður hennar
og giptist aptur undur fallegri konúngsdóttur. j>etta
var eigi góð kona, og henni var illa til litlu mærinnar
og hún ætlaði að gera henni allt illt sem hún gæti.
Ný Sumargjöf 1860.
8