Ný sumargjöf - 01.01.1860, Blaðsíða 101
101
NAPOLEON III.
Napoleon B. Frakkakeisari (Lodvík Napoleon) er þriðji
og yngsti sonur Loðvíks Hollandskonúngs, bróður Na-
poleons hins mikla. Hann fæddist 20 apríl 1808 í
París. Móðir hans var Hortense (Hortensía) drottning,
stjúpdóttur Nap. 1. Áður en Napoleon 1. gekk að
eiga Maríu Louise. dóttur Austurríkiskeisara hafði hann
ákvarðað, að ef sðr ekki yrði barna auðið skyldu
niðjar Jóseís og Loðvíks, bræðra hans, vera arfbornir
til valda á Frakklandi. pegar ríki Napoleons fyrsta
fjell, voru allir ættingjar hans gerðir útlægir. Loðvík
Napoleon var þá á 8. ári, og fór til Ágsborgar, og var
þar nokkra stund. þaðan fór hann til Thun í Svíss-
landi, þar er hermannaskóli frægur og tók hann nú
að neina hernaðarvísindi ineð miklu kappi, lærðist honum
fljótt og vel, svo að hann tók bráðum fram öðrum
ungum mönnum á sínu reki. pegar Frakkar höfðu
rekið Karl 10. frá völduin 1830, baðst hann leyfis,
að mega ganga sem valdalaus hermaður í lið Frakka,
en því var þverneitað og útlegðardómur hans staðfestur.
Hann fór þá með bróður sínum til Florenz og þaðan
til Roinagna í Páíaríkinu; voru þeir bræður með f
uppreisninni móti Gregórius 16. Uppreistarmenn biðu
ósigur, því Austurríkismenn veittu páfa, varð bróðir
L. Napoleons sár til ólífis, en sjálfur flúði hann með
móður sinni fyrst til Frakklands og svo til Englands,
en dvaldist þar að eins skamma hríð og fór svo aptur
til Svísslands og settist að í Thurgau. Um þær mundir