Ný sumargjöf - 01.01.1860, Blaðsíða 119
119
Evangelíið hefur hulinn krapt, eg veit ekki hvers
konar; einhvern varrna, sem verkar á skilnínginn og
töfrar hjartað; þegar inenn hugsa um það. þá finna
menn til hins sama sem menn finna þegar menn skoða
himininn. Evangelíið er engin bók; það er lifandi
vera, gædd því afli og þeim krapti, sem hrífur allt það
með sðr sem spyrnir á móti því. Sjáið þessa ágætu bók
hðr á borðinu (keisarinn snart hana með lotníngu);
eg þreytist aldrei á að lesa hana, og hún er mér jafn
ánægjuleg alla daga.
Kristur hefur engar tilbreytíngar, og hann hikar
ser aldrei í sínum kenníngum; hin minnsta fullvissan
hans er innsigluð með slíkri einfeldni og þeiin djúp-
leik, sem hrífur jafnt hinn fávitra sem hinn vitra, ef
þeir taka nokkuð eptir því.
Hvergi nema þar finna menn þessa röð fagurra
hugmvnda, fagurra siðferðiskennínga, sem líða fram
fyrir anda vorn einsog herfylkíngar himneskra skara,
og sem vekja upp í sálum vorum sömu tilfinníngar, og
menn finna. þegar menn íhuga óendanleika himinbogans,
sem himnesk sumarnótt. glitvefur geislandi dýrð.
Andi vor er ekki einúngis gagntekinn af þessari
bók, heldur stjórnar hún honuin, og aldrei þarf neinn
að óttast, að hann hafi illt af henni.
þegar Evangelíið einusinni hei'ur fengið vald á
anda vorum. þá altekur það hjartað. Guð sjálfur er
vinur vor, faðir vor. og í sannleika guð vor. Engin
móðir ber ineiri umhyggju fyrir barninu á brjósti sér.
Sálin, sem er töfruð af ágæti Evanglíí. heyrir ekki
sjálfri sðr til lengur. Guð gagntekur hana gjörsam-