Ný sumargjöf - 01.01.1860, Blaðsíða 72
72
þær eru ritaöar á hinni sömu túngu, sem vör tölum
og oss er á hendur falið að geyma.
Vðr hljótum að undrast, þegar vðr ímyndum oss
•— eins og verulega hefir átt sðr stað — sögumenn-
ina, sem rituðu það upp, er á dagana hefir drifið fyrir
Íslendíngum; þegar vðr ímyndum oss þessa menn, sem
geymdu hið órotnanda og skínanda lík fornaldarinnar
handa ókomnum öldum, þar sem þeir sátu lángt frá
glaumi og óeirðuin heimslífsins, uppi við hið ísbeltaða
segulskaut, og Iðku sðr að þessari túngu, sem er jafn
hljómmikil og rómverska og jafn liðug og griska, og
ríkari en nokkurt annað mál í heimi. Vðr undrustum,
þegar vðr hugsum til þessara manna, þar sem þeir
hafa setið við litla ljóstíru í einhverjum skála um
aptanstund, þegar hin heilaga nótt svífur yfir norður-
skautið á dökkum vængjum: annað hvort í hvínandi
dimmviðris hríðuin, eða í logstirndum gullöldum norður-
ljosanna, sem eru flugeldar segulmagnsins. A meðan
himinboginn, musteri guðs, hvelfdist óbifanlegur og kyrr
yfir hinni heilögu hvílu þjóðar-andans; á meðan fold-
vegurinn dundi fyrir falli deyjandi manna og döggvað-
ist heiptvörmum dreyra, þá unnu þessir menn svo hægt
og kyrt, að eigi bar neitt á neinu; þeir unnu eigi til
þess, að hróðri sjálfra þeirra skyldi vera á lopt haldið
með ókomnum ölduin, því ver vitum svo að kalla
ekkert um það, hverjir sögurnar hafi samið, af því
höfundarnir nefndu sig eigi; en þeir björguðu þjóðerni
voru og sýndu oss þá leið, er vðr skyldum halda. Á
sögu sðr hvers lands er þjóðernið byggt, og ef sagan
týnist eða þjóðin missir sjónar á henni, þá týnist líka