Ný sumargjöf - 01.01.1860, Blaðsíða 58
58
eyöa skyldi öllum fögrum vonum ókomins yndis og
fagnaðar. En Hermann var djarfur maður og fýsti
mjög eptir riddaraskap og undarlegum æfintýruin; var
og eigi örgrannt að hann hefði heyrt mærinnar getið,
er fáir fengu að sjá, en sögð var flestra fyrirmynd.
Síðan andaðist greifinn, en Hermann ráðstafaði öllu
því, er ótförina snerti, að hún yrði gerð svo sem greif-
anum sómdi; en sjálfur hðlt hann af stað.
Nú er að segja frá barúninum. að hann fór aptur
ofan af hallarturninum, og var ófrýnilegur í bragði,
því að hvorttveggja amaði að honum, bæði það, að
brúðguminn kom eigi, og hitt, að kjötið brann á
glóðarpönnunuin og varð hart eins og grjót. Var allt
fólk barúnsins orðið svo soltið, að það eingdi sig
sundur og saman, en þó bar það þessa hörmúng með
dýrðlegri krossfestíngu holdsins og furðanlegri þolinmæði.
En loksins kevrði fram úr öllu lagi, og tóku magarnir
til að urga og hljóða hátt fyrir sakir tómleiks og fúllar
föstu, og hlaut þá allt undan að láta og þeim að hlýða.
J»á gaf barúninn merki til samneytis, og settust menn
til borðs.
J»á kvað við lúður fyrir utan hallarhliðið, svo að
drundi í salarveggjunum, en hallarvörðurinn þeytti sinn
lúður aptur á móti. Barúninn skyndaði út, til þess
að taka á móti brúðgumanum. Var nú fellibrúnni
hleypt niður yfir hallargröfina, og þar reið riddari yfir
brúna og inn í hallargarðinn; sá var kurteislegur og
fríður sýnum og hinn hermannlegasti; hann var fölur í
andliti, og svo hafði hann snör augu, að eldur þótti
úr þeim brenna; tignarleg sorg bjó á enni hans.