Ný sumargjöf - 01.01.1860, Blaðsíða 48
48
nýskírða barn hafði orðið honuin að liði. par stóð
enn skál ineð vígðu vatni, er presturinn hafði skírt
barnið úr. Bað Pan Tvardovski kölska að hlaupa á
kaf í hið vígða vatn. Jþetta þótti Czernebog óað-
gengilegt og bar sig því mjög aumlega, en með því að
sú er ein og sífelld laungun hins vonda anda, að ná
sálum syndugra manna á vald sitt þá rððist hann þó
í þessa hörðu raun. Hanu fór því að beygja sig allan
og skreppa saman. þángað til hann var ekki orðinn
stærri en inús og steypti sjer svo í vatnið, en þá
heyrðist suða mikil eins og þegar glóanda járni er
brugðið í vatn, þó var sá munur, að djöfullinn brenndi
ekki vatnið, heldur sviðnaði sjálfur í vatninn. Hann
komst þó upp aptur ineð illan leik. en nokkuð sviðinn
og hrósaði happi að vera sloppinn. Hann fór nú aptur
í sína fyrri mynd og veik sðr að doktornum hlæjandi
og hældist mjög um. „Bitti nú.“ Ekki er allt búið
enn. sagði Pan Tvardovski. þriðja þrautin er enn eptir.
og er ekki vert að láta svo mikið fyrr en að leiks
lokuin. Pan Tvardovski var kvæntur og var kona
hans mesti skapvargur. Hann skoraði nú á kölska.
að búa saman við hana stöðugt heilan mánuð. Kölska
varð illt við þessa uppástúngu og gretti sig, hugsaði
sig lítið eitt um og sagði síöan: Nei, það vinn eg þó
ekki til og steypti sðr kollhnýs og sökk samstundis.
Lagsmaður minn hló í kampinn alhðlaðan og
þótti sðr nú liafa vel sagzt. „Ekki líkar mer sagan
allskostar,“ sagði eg, „en það má þó um hana segja
eins og vonðu konuna, að hún er betri, en ekki neitt
og ekki get eg skilið í hvaða sambandi hún stendur