Ný sumargjöf - 01.01.1860, Blaðsíða 18
18
fyrir, því öll konúngshöllin var hrunin og ekkert her-
bergi eptir; mundi konúngur og allir hans menn hafa
látist þar, ef þeir hefðu verið heima. Dómkirkjan,
sem var í nánd við höllina, var og hrunin, og helst
þakið og fremstu veggirnir; þá var og konúngskapellan
hrunin, og var einhver hin fegursta byggíng nýja stíls,
með ógurlega þykkum steinveggjum; dundi grjótllugið
þar hræðilega. Allt hallartorgið var fullt af vögnum
og kerrum, hestum og múlösnum; hafði allt fólk flúið
þaðan, en eykirnir stóðu nötrandi af ótta, og var
auðsætt að þeir kendu til í slíkum nauðum og uggðu
tryggð náttúrunnar, enda fórust þeir og flestir af húngri
og grjóthruni.
Loksins komst eg þángað sem kunníngi minn átti
heima, og hlaut eg að gánga þángað um lánga götu
og þraungva. [>ar tók nú yfir, því þar var ekki annað
að hitta en deyjandi menn og dauða nái; dauðaorg
og eymdarhljóð ómuðu upp úr grjóthrundnum gröfum,
þar sem illar vættur höfðu jarðsett lifandi menn, sem
áttu að deyja þar hvumleiðum dauða; þar varð valla
áfram komist fvrir grjóti, brotnum vögnum, föllnum
eykjum og mölvuðum húsbúnaði; þar úði af fagur-
skreyttum kvennmönnum, klæðlitlum aumíngjum. klerk-
um, inúnkum, skrautbúnum herramönnum og allskonar
öðrum mönnum — allir börðust við dauðann: sumir
voru hryggbrotnir, sumir mjaðinarbiotnir eða lærbrotnir,
sumir voru gjörsamlega huldir moldu og grjóti, sumir
stóðu hálfir upp úr — eða lágu á kafi í moldrústun-
unuin og sprikluðu með fótunum, en stórir steinar
lágu á brjóstinu á sumum; var þar ógurlegt harm-