Ný sumargjöf - 01.01.1860, Blaðsíða 124
124
þann leyndardóm í valdi tnínu, að gera nafn mitt og
ást mína eilífa f hjörtunum, og gera þar kraptaverk,
án þess eg hafi líkamleg meðöl til þess.
Nó, þar sem eg er á S. Helenu .... nú þar setn
eg er einn hlekkjaður við þessa hamra, hver berst
fyrir mig? hver leggur undir sig lönd fyrir mig? Hvar
eru þeir sem taka þátt í ógæfu minni? Hugsa menn
enn um mig? Hver hirðir um mig í Evrópu? Hver
er mðr trúr? Hvar eru vinir mínir? — Tveir eða
þrír, sem yðar trygð mun gera yður ódauðlega; þðr
takið þátt í útlegð minni og huggið mig.
(Málrómur keisarans varð hðr nokkuð sðrlegur,
eins og sameiníng alvarlegrar kímni og djúprar hrygðar).
Já, æfi vor hefur ljómað í allri dýrð kórónunnar
og veldisins; og yðar æfi, Bertrand. endurslær þessum
ljóma, eins og hvolfturninn á Invalídakirkjunni, sem
vðr lðtum gulli slá, endurskín af sólargeislunum. En
nú er orðið annað; gullið hefur smám saman máðst
og horfið; hríð ógæfunnar og smánanirnar, sem steyp- ’
ast yfir mig á hverjum degi, bera burtu það sem eptir
er. Við erum ekki orðnir nema blýið tómt, Bertrand
hershöfðíngi; og bráðum mun eg verða moldin rauð.
þejtta eru forlög mikilla manna! Svona fór fyrir
Cæsar og Alexander, og menn gleyma oss! og nafn
sigurvegarans fer eins og nafn keisarans: það verður
að lektsíu handa skóladrengjum ! Afreksverk vor komast
undir svipu einhvurs sérvitríngs. sem lastar oss eða
lofar.
Hversu ólíka dóma hafa menn ekki felt um Loð-
vík XIV? Hann var varla skilinn við. hinn mikli