Ný sumargjöf - 01.01.1860, Blaðsíða 81
81
eg er nóttin, eg sá hversu þó grfctzt meðan þó
söngst þær!“
„Eg skal syngja þær allar,“ sagði móðirin, „en
tefðu mig ekki, svo eg geti náð honum og fundið
barnið mitt.“
En nóttin sat þögul og grafkyr; þá sló móðirin
höndum sínum, saung og táraðist, margar voru vísurnar,
þó voru tárin fleiri; þvínæst sagði nóttin: „Farðu
hægramegin, inní greniskóginn dimma, þángað sá eg
dauðann fara með barnið þitt litla.“
Lángt inni í skóginum lágu vegirnir á víxl og
vissi hón ekki, hvern fara skyldi; þá sá hón hvar stóð
þyrnirunnur, blaðlaus og blómalaus, þetta var líka um
hávetur og var ísíng á greinunum.
„Hefurðu ekki seð dauðann ganga fyrir með
barnið mitt?“ „Jó!“ svaraði þyrnirunnurinn, „en fyrr
segi eg þðr ekki, hverja leið hann fór, enn þó vermir
mig við hjarta þitt; eg frýs í hel, eg verð að
tómum ís.“
Hón þrýsti þyrnirunninum að brjósti sínu svo
fast, að honum gat vel ylnað og gengu þyrnarnir inní
holdið svo að blóðið dreyrði í stórum dropum, en
þyrnirunnurinn skaut ót nýjum og grænum blöðum og
blómgvaðist um nóttina í vetrarnístíngnum, svo var
hlýtt við hjarta hinnar mótlættu móður; og þyrni-
runnurinn sagði henni veginn, sem hón átti að fara.
J>á kom hón að miklu hafi, en þar var hvorki
skip nð bátur. Hafði sjóinn ekki lagt svo vel, að
ísinn hðldi og ekki var hann heldur svo grunnur að
hón gæti vaðið, en yfir hann varð hón að komast, ór
Nf Sumargjöf 1860. 6