Ný sumargjöf - 01.01.1860, Blaðsíða 89
89
er hann stóð á, hann sló út höndunum og datt hljóð-
andi út í vatnið. „Taktu í árina!“ kallaði faðirinn,
spratt upp í sama bili og rðtti hana að honum. Sonur-
inn rððist tvívegis til að ná í hana, en þvínæst stirðn-
aði hann upp. ,;Bíddu ofurlítið!“ kallar faðirinn og
rær að honum. J>á kastaði syni hans aptur á bak,
hann mændi augunum á föður sinn — og sökk.
pórður gat valla trúað því, hann einblíndi á
blettinn, þar sem sonur hans hafði sokkið niður, eins-
og hann vonaði að honum mundi skjóta upp. — Bólur
nokkrar hlupu upp á vatninu, — nokkrar fleiri, og loksins
ein stór, er sprakk í sundur — og vatnið lá spegil-
fagurt einsog áður.
í þrjá sóiarhrínga sáu menn föðurinn róa kríngum
sama blettinn svo að hann hvorki neytti svefns nð
matar; hann var alltaf að leita að syni sínum. Að
morgni hins þriðja dags tókst honum loksins að íinna
hann, og kom hann með hann í fánginu gángandi upp
brekkurnar heim til bæjar síns. —
Nú leið svo sem svaraði einu ári frá atburði
þessum. J>á heyrir prestur einusinni um haustið að
kvöldi dags, að einhver rjálar úti við dyrnar og þreifar
eptir lásnum. Prestur lýkur upp og kemur inn
maður hár og lotinn, skarpleitur og hvítur af hærum.
Prestur virti hann lengi fyrir sðr, áður hann kannaðist
við hann; það var Jþórður, sem koininn var. „Ert
þú svo seint á ferð ?“ segir prestur og stóð kyrr hjá
honum í sömu sporurn. „Já, eg kem seint,“ mælti
|>órður og settist niður. Prestur settist líka niður,
einsog hann væri að bíða nokkurs; þeir voru langa